Lækkun tekjuskattsstofns
Heimilt er að sækja um lækkun á tekjuskattstofni við tilteknar aðstæður.
Umsókn um lækkun ber að skila með skattframtali og niðurstöðuna má nálgast á álagningarseðli sama ár en einnig á samskiptaþræði á vefsíðunni www.skattur.is
Lækkun á tekjuskattts- og útsvarsstofni er heimil þegar þannig er ástatt:
veikindi, slys, ellihrörleiki eða mannslát
veikindi/fötlun barns
framfærsla vandamanna
eignatjón
tapaðar kröfur
Umsóknin á að fylgja skattframtali en sé óskað eftir leiðréttingu á skattframtölum fyrri ára, þá er hægt að fylla út eftirfarandi eyðublað og óska eftir lækkun á tekjuskattstofni. Eyðublaðið og fylgigögn skal í þeim tilfellum senda á skatturinn@skatturinn.is
Skilyrði fyrir lækkun er m.a. að lögð séu fram nauðsynleg gögn sem sýna fram á útlagðan kostnað. Á ofangreindri umsókn má sjá gögn sem þurfa að fylgja umsókn hverju sinni.
Nánari upplýsingar um lækkanir
Viðmiðunarreglur ríkisskattstjóra
Þjónustuaðili
Skatturinn