Innflutningsleyfi á skotvopnum og skotfærum til eigin nota
Sækja þarf um innflutningsleyfi fyrir:
skotvopnum og skotfærum, eða
íhlutum skotvopna, þar á meðal tæki til endurhleðslu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leiðbeinir og gefur frekari upplýsingar í netfangi leyfi@lrh.is
Svona er ferlið
Sækja um leyfi til að flytja inn skotvopn og skotfæri til eigin nota
Vörur eru pantaðar og fluttar inn
Lögreglustjóri þarf að samþykkja og árita vörurreikning áður en vörur eru leystar úr tolli
Vörur eru afgreiddar úr tolli
Upplýsingar sem þurfa að fylgja
Með umsókn þarf að skila:
upplýsingum um útflytjanda, eins og nafn og staðsetningu
skýringu á innflutning
magnlýsingu á skotvopnum og aukahlutum
aðrar upplýsingar sem umsækjandi vill koma á framfæri
Kostnaður
6.500 krónur
Þegar leyfi er samþykkt
Þegar leyfi er staðfest er hægt að flytja inn vörur og senda reikninga til áritun lögreglu.

Þjónustuaðili
Lögreglan