Fara beint í efnið

Endurgreiðsla vsk til erlendra fyrirtækja

Erlend fyrirtæki geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þau hafa greitt hér á landi við kaup á vörum og þjónustu til atvinnustarfsemi sinnar eða innflutning á vörum, þó ekki vörum og þjónustu til endursölu eða endanlegrar neyslu hér á landi.

Helstu skilyrði fyrir endurgreiðslu eru að:

  1. virðisaukaskattur varði atvinnustarfsemi sem aðili rekur erlendis,

  2. að starfsemi hins erlenda fyrirtækis væri skráningarskyld samkvæmt lögum um virðisaukaskatt ef hún væri rekin hér á landi og

  3. að um sé að ræða virðisaukaskatt sem skráður aðili hér á landi gæti talið til innskatts eftir ákvæðum laga um virðisaukaskatt.

Nánar á vef Skattsins

Beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra fyrirtækja

Þjónustuaðili

Skatt­urinn