Skip to main content

The Ísland.is App

Directorate of Health Frontpage
Directorate of Health Frontpage

The Directorate of Health

This news article is more than a year old

6th January 2022

Útbreiðsla ómíkrón afbrigðis kórónuveirunnar SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 hefur verið hröð hérlendis undanfarið eins og í löndum kringum okkur.

Útbreiðsla ómíkrón afbrigðis kórónuveirunnar SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 hefur verið hröð hérlendis undanfarið eins og í löndum kringum okkur. Nú er svo komið að 90% COVID-19 sýkinga innanlands eru af ómíkron afbrigði en 10% vegna delta afbrigðis sem áður var alls ráðandi. Fyrirspurnum frá einstaklingum um hvaða veiruafbrigði þeir hafi greinst með hefur fjölgað mikið. Íslensk erfðagreining annast allar raðgreiningar vegna COVID-19 hérlendis f.h. sýkla- og veirufræðideildar Landspítala og sóttvarnalæknis. Öll jákvæð sýni eru raðgreind en hins vegar tekur allt upp í 1-2 vikur að fá niðurstöður. Stefnt er að því að þessar upplýsingar komi inn í Heilsuveru hvers og eins á næstu dögum. Einstaklingar eru beðnir að sýna biðlund og nálgast þessar upplýsingar þar.

Fyrirspurnum varðandi hvaða afbrigði einstaklingar hafa greinst með verður ekki svarað að öðru leyti hjá embætti landlæknis eða annars staðar.

Sóttvarnalæknir