Skip to main content

The Ísland.is App

Directorate of Health Frontpage
Directorate of Health Frontpage

The Directorate of Health

This news article is more than a year old

24th June 2021

NOMESKO & NOSOSKO eru norrænar nefndir um heilbrigðis- og velferðarmál sem hafa það markmið að þróa og birta samanburðarhæfar tölulegar upplýsingar um stöðuna í þessum tveim málaflokkum á Norðurlöndunum. Þann 21. júní sl. var tekinn í notkun ný vefsíða NOMESKO & NOSOSKO þar sem aðgengi að tölulegum upplýsingum er bætt og samanburður á milli Norðurlandanna auðveldaður til muna.

NOMESKO & NOSOSKO eru norrænar nefndir um heilbrigðis- og velferðarmál sem hafa það markmið að þróa og birta samanburðarhæfar tölulegar upplýsingar um stöðuna í þessum tveim málaflokkum á Norðurlöndunum. Þann 21. júní sl. var tekinn í notkun ný vefsíða NOMESKO & NOSOSKO þar sem aðgengi að tölulegum upplýsingum er bætt og samanburður á milli Norðurlandanna auðveldaður til muna. Vefsíðan inniheldur einnig þemaskýrslur þar sem fjallað er um ýmis málefni á sviði heilbrigðis- og velferðarmála sem eru í deiglunni hverju sinni. 

Upplýsingar sem finna má á vefsíðunni eru m.a. tíðni lífsstílstengdra sjúkdóma, upplýsingar um notkun tiltekinna lyfja, tíðni örorku, fæðinga- og dánartíðni, fæðingarorlof feðra, lífeyrismál og skipulag heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Embætti landlæknis hefur, í gegnum þátttöku í NOMESKO, og í samvinnu við félagsmálaráðuneytið (NOSOSKO) unnið að þróun þessarar vefsíðu og er það ánægjulegt að hún skuli loks líta dagsins ljós.Uppruni þeirra tölfræðiupplýsinga sem finna má á vefsíðunni er hjá hagstofum Norðurlandanna auk hinna ýmsu stofnana í hverju landi fyrir sig. Gögn fyrir Ísland koma m.a. frá embætti landlæknis, Lyfjastofnun, Hagstofu Íslands, Tryggingastofnun og Krabbameinsskrá.

Hlutverk NOMESKO & NOSOSKO

  • að safna og birta tölfræðiupplýsingar um heilbrigðis- og félagsmál á Norðurlöndunum

  • að þróa mælivísa og aðferðir svo bera megi saman lífskjör fólks á Norðurlöndunum

  • að vakta og uppfæra tölulegar upplýsingar í gagnagrunni og á vefsíðu nefndanna, www.nhwstat.org