Skip to main content

The Ísland.is App

Directorate of Health Frontpage
Directorate of Health Frontpage

The Directorate of Health

This news article is more than a year old

14th July 2021

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur skorið úr um að aukin tíðni gollurshússbólgu (e. pericardititis) og hjartavöðvabólgu (e. myocarditis) sé eftir bólusetningu með mRNA bóluefnunum Comirnaty (Pfizer/BioNTech) og Spikevax (Moderna).

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur skorið úr um að aukin tíðni gollurshússbólgu (e. pericardititis) og hjartavöðvabólgu (e. myocarditis) sé eftir bólusetningu með mRNA bóluefnunum Comirnaty (Pfizer/BioNTech) og Spikevax (Moderna).

Þótt þessar aukaverkanir virðist fátíðar skv. greinargerð EMA (u.þ.b. 1 tilvik/100.000 skammta) þá hafa fáein tilvik komið upp hér á landi skv. samskiptum lækna Landspítala við embætti landlæknis. Slík atvik virðast algengust hjá ungum karlmönnum og eftir seinni skammt en til hjá öllum kynjum, á öllum aldri og hafa komið upp eftir fyrri skammt.

Sjúkdómsgangur er sagður svipaður og við gollurshússbólgur og hjartavöðvabólgur af öðrum orsökum, en í einhverjum tilvikum hefur þurft meðferð á sjúkrahúsi, jafnvel á gjörgæslu. Skv. greinargerð EMA hafa orðið 5 dauðsföll í tengslum við þessa aukaverkun í Evrópu, hjá öldruðum einstaklingum og fólki með undirliggjandi sjúkdóma.

Einstaklingar sem fá mRNA bóluefni og taka eftir eftirfarandi einkennum innan 2ja vikna frá bólusetningu ættu að leita sér læknisaðstoðar:

  • mæði

  • þungur og/eða óreglulegur hjartsláttur

  • brjóstverkur

Heilbrigðisstarfsmenn ættu að tilkynna atvik af þessu tagi til Lyfjastofnunar.

Þar til nánari upplýsingar um tíðni og sjúkdómsgang gollurshússbólgu og hjartavöðvabólgu eftir mRNA bólusetningu barna við COVID-19 liggja fyrir, og á meðan smithætta vegna COVID-19 er hverfandi hérlendis er ekki hægt að útiloka að hætta á alvarlegum aukaverkunum sé meiri en hætta á alvarlegum veikindum vegna COVID-19 hjá hraustum börnum. Því verður ekki mælt með almennum bólusetningum hraustra barna 12-15 ára við COVID-19 að svo stöddu. Foreldrar munu geta óskað eftir bólusetningu barna sinna á einstaklingsgrundvelli eftir sumarleyfi heilsugæslu. Mælt er með að börn með áhættuþætti m.t.t. alvarlegra veikinda vegna COVID-19 séu bólusett.

Sóttvarnalæknir