Skip to main content

The Ísland.is App

Directorate of Health Frontpage
Directorate of Health Frontpage

The Directorate of Health

This news article is more than a year old

31st July 2019

Undanfarna daga hefur saursýnum fækkað umtalsvert sem send hafa verið til rannsóknar á sýklafræðideild Landspítalans. Síðasti einstaklingurinn greindist 19. júlí sl. með STEC E. coli.

Undanfarna daga hefur saursýnum fækkað umtalsvert sem send hafa verið til rannsóknar á sýklafræðideild Landspítalans. Síðasti einstaklingurinn greindist 19. júlí sl. með STEC E. coli og enginn hefur greinst eftir að hafa verið í Efstadal eftir 18. júlí en þá hófust þar viðamiklar aðgerðir sem miðuðu að því að stöðva útbreiðslu smits.

Ekkert barn er nú inniliggjandi á Barnaspítala Hringsins en nokkrum börnum er enn fylgt eftir vegna sýkingarinnar.

Ofangreindar upplýsingar vekja vonir um að faraldrinum sé lokið.

Sóttvarnalæknir