Fara beint í efnið

Fjármál og skattar

Umsókn um kennitölu fyrir CFC-félag

Með CFC félagi (e. Controlled Foreign Corporation) er átt við félag, sjóð eða stofnun sem staðsett er á lágskattasvæði og er í eigu og/eða undir stjórn íslensks eiganda, hvort heldur sem sá eigandi er einstaklingur eða félag.

Íslensk kennitala fyrir CFC félag

Sum CFC félög hafa fengið úthlutað kennitölu vegna bankaviðskipta á Íslandi. Eigi félag ekki íslenska kennitölu þarf að sækja um hana til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Án íslenskrar kennitölu er ekki hægt að skila tilskildum gögnum til ríkisskattstjóra.

Umsókn um kennitölu fyrir CFC-félag

Þjónustuaðili

Skatt­urinn