Bílastæði og að leggja ökutæki
Almennt
Almennt má leggja:
í merkt stæði,
meðfram götum í sömu akstursstefnu og umferðin á götunni, nema umferðarskilti eða önnu merking banni það.
Ef ökutæki er ranglega lagt getur það valdið sekt eða að bílinn sé dreginn í burtu.
Almenn bönn
Það má ekki leggja bíl:
við gatnamót eða innan 5 metra frá næstu beygju,
á gangbraut eða innan 5 metra frá henni,
á gangstétt eða gangstéttarbrún,
fyrir framan heimkeyrslur,
í enda botlanga,
á brúm eða í undirgöngum,
á biðstöð hópbifreiða innan 15 metra frá merki.
Þetta er til að tryggja að aðrir ökumenn og gangandi vegfarendur hafi skýra sýn án hindrana.
Sérstakar takmarkanir
Sum stæði hafa sérstakar takmarkanir sem þarf að taka tillit til:
tímabundnar takmarkanir, þar sem skilti gefa til kynna að aðeins megi leggja á ákveðnum tíma dags
gjaldskyld bílastæði
sérstæði, eins og bílastæði fyrir fatlaða, hleðslustöðvar fyrir rafbíla eða önnur sérmerkt stæði.
Þjónustuaðili
Lögreglan