Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Leyfi til að gerast dyravörður

Umsókn um leyfi til að gerast dyravörður

Á þessari síðu

Skilyrði

  1. Vera 20 ára eða eldri.

  2. Hafa ekki gerst sekir um ofbeldis- eða fíkniefnabrot á síðustu fimm árum.

  3. Ljúka dyravarðanámskeiði.

Fylgigögn

Passamynd

Innsendar myndir skulu vera í góðri upplausn með hreinum bakgrunni og eingöngu af umsækjanda. Allt skraut á myndum er óheimilt.

Sakavottorð

Umsækjendur leggja fram sakavottorð. Erlendir ríkisborgarar leggja fram sakavottorð frá sínu heimalandi.

Leit í málaskrá lögreglu

Með innsendingu umsóknarinnar heimilar umsækjandi að leitað verði upplýsinga um hann í málaskrá lögreglu.

Lög og reglur

Reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald

Umsókn um leyfi til að gerast dyravörður

Þjónustuaðili

Lögreglan