Til umsagnar
29.1.–12.2.2026
Í vinnslu
Samráði lokið
Mál nr. S-17/2026
Birt: 29.1.2026
Fjöldi umsagna: 7
Drög að reglugerð
Innviðaráðuneytið
Samgöngu- og fjarskiptamál
Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um leigubifreiðaakstur, nr. 324/2023.
Breytingarnar eru lagðar fram af fenginni reynslu og í samræmi við áherslur ráðherra. Markmiðið er að tryggja skilvirka og örugga þjónustu fyrir neytendur og efla eftirlit með leigubifreiðaþjónustu.
Helstu breytingar eru eftirfarandi:
• Leigubifreiðar verða auðkenndar með sérstöku skráningarmerki.
• Leyfishafa ber að upplýsa Samgöngustofu ef úrskurðaraðilar (s.s. Neytendastofa, áfrýjunarnefnd neytendamála) komast að þeirri niðurstöðu að hann hafi brotið lög eða reglur. Samgöngustofu er þá jafnframt falið að meta hvort í því felist einnig brot á lögum um leigubifreiðaakstur.
• Samgöngustofa ber að framkvæma árlegt eftirlit með leyfishöfum, koma upp sérstöku áhættumatskerfi og sinna frekara eftirliti á grundvelli þess.
• Samgöngustofa er falið að gera árlega skýrslu um framkvæmd eftirlits.
• Leyfishafa sem hlaut leyfi til aksturs eftir gildistöku núgildandi laga verður gert að þreyta próf við endurnýjun réttinda sinna.
• Próftaka fer fram án utanaðkomandi aðstoðar.
• Samgöngustofa ber að hafa árlegt eftirlit með viðurkenndum námskeiðshöldurum.
• Leigubifreiðastöðvar eiga að setja og birta eigin hátternisreglur. Þeim ber einnig að halda rafræna atvikaskrá um frávik í starfsemi, brot á lögum og kvartanir neytenda.
• Ítarlegri kröfur um framsetningu á verðskrá í leigubifreiðum.
• Leigubifreiðastöðvar skulu halda rafræna skrá yfir allar seldar ferðir og upplýsingar úr skulu vera eftirlitsaðilum aðgengilegar í rauntíma í gegnum örugga vefgátt.
Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.
Skrifstofa samgangna
irn@irn.is