Til umsagnar
21.1.–11.2.2026
Í vinnslu
Samráði lokið
Mál nr. S-11/2026
Birt: 21.1.2026
Fjöldi umsagna: 0
Drög að stefnu
Heilbrigðisráðuneytið
Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa
Heilbrigðisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að stefnu í áfengis- og vímuvarnarmálum til ársins 2035.
Í desember 2025 skilaði starfshópur á vegum heilbrigðisráðherra skýrslu með drögum að stefnu í áfengis- og vímuvarnamálum til ársins 2035. Markmið stefnunnar er að efla lýðheilsu og öryggi í samfélaginu með því að draga úr skaðlegum áhrifum áfengis- og vímuefnanotkunar og tryggja öllum aðgengi að gagnreyndum forvörnum, meðferð, endurhæfingu og skaðaminnkandi þjónustu. Stefnan byggir á víðtæku stöðumati á stöðu málaflokksins hér á landi, samráði við helstu hagsmunaaðila og alþjóðlegum viðmiðum og leiðbeiningum, meðal annars frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Skýrslan er lögð fram til samráðs í Samráðsgátt stjórnvalda til að gefa almenningi og hagsmunaaðilum kost á að koma á framfæri sjónarmiðum áður en endanleg stefna verður mótuð.
Skýrslan skiptist í eftirfarandi kafla:
1. Inngangur og forsendur
2. Stöðumat
3. Framtíðarsýn, gildi og megináherslur
4. Markmið og stefnumótandi áherslur
5. Innleiðing og eftirfylgni
Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.
Skrifstofa heilbrigðisþjónustu
hrn@hrn.is