Til umsagnar
15.–29.1.2026
Í vinnslu
Samráði lokið
Mál nr. S-7/2026
Birt: 15.1.2026
Fjöldi umsagna: 0
Áform um lagasetningu
Atvinnuvegaráðuneytið
Markaðseftirlit og neytendamál
Áform um lagasetningu frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga nr. 3/2006 (stærðarhlutföll, endurskoðunarmörk, skilafrestur o.fl.).
Áformað er að gera breytingar á lögum um ársreikninga, nr. 3/2006, en breytingarnar eru þríþættar.
Í fyrsta lagi er um að ræða breytingu á stærðarmörkum í lögunum. Frumvarpið felur í sér innleiðingu á framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2775 um breytingu á tilskipun (ESB) 2013/34 að því er varðar stærðarviðmið fyrir örfyrirtæki, lítil, meðalstór og stór fyrirtæki eða samstæður. Stærðarmörk félaga í lögum um ársreikninga eru nú þau sömu og innan EES og er með frumvarpinu verið að hækka þau til samræmis við breytingar innan ESB. Einnig verður farið yfir endurskoðunarmörkin í lögum um ársreikninga.
Í öðru lagi er um að ræða breytingar er lúta að skilum ársreikninga til opinberrar birtingar. Er verið að leggja til að stærri og kerfislega mikilvæg félög skili ársreikningi fyrr á árinu en minni félög og lengja skilafrestinn fyrir örfélög.
Í þriðja lagi er um að ræða innleiðingu á tilskipun (ESB) 2021/2101 um breytingu á tilskipun 2013/34/ESB að því er varðar upplýsingagjöf tiltekinna fyrirtækja og útibúa um tekjuskattsupplýsingar kveður á um skyldu um að útbúa skýrslu með tekjuskattsupplýsingum og birta opinberlega.
Breytingarnar, innleiðingar á Evróputilskipunum og breytingin á skilum á ársreikningum til opinberrar birtingar, kalla á breytingu á lögum um ársreikninga.
Stærðarviðmið í lögunum færð í samræmi við. Tímanleg skil ársreikninga til opinberrar birtingar er mikilvægur liður í gagnsæi viðskiptalífsins og lagt er til að stærri og kerfislega mikilvæg félög skili fyrr ársreikningi til opinberrar birtingar. Einnig, með áherslu á gagnsæi, er tilskipun ESB um skyldu til þess að skila skýrslu um tekjuskattsupplýsingar, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, innleidd.
Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.
Skrifstofa viðskipta og markaða
atrn@atrn.is