Til umsagnar
12.1.–2.2.2026
Í vinnslu
Samráði lokið
Mál nr. S-6/2026
Birt: 12.1.2026
Fjöldi umsagna: 1
Drög að reglugerð
Mennta- og barnamálaráðuneytið
Leikskólar, grunnskólar, önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála
Drögin fjalla m.a. um tíðni mats, framkvæmd, undanþágur og birtingu niðurstaðna skyldubundins samræmds námsmats í grunnskólum.
Mennta- og barnamálaráðuneyti kynnir til umsagnar drög að reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmds námsmats í grunnskólum. Reglugerðin er byggð á breytingum á lögum um grunnskóla sem voru gerðar á síðasta ári og fjalla um fyrirkomulag og framkvæmd samræmds námsmats, þ.m.t. skyldubundins samræmds námsmats. Í reglugerðinni er meðal annars fjallað um tíðni mats, í hvaða bekkjum nemendur skulu undirgangast samræmt námsmat á hverju stigi grunnskóla, námsgreinar sem samræmt námsmat nær til, undanþágur nemenda frá skyldubundnu samræmdu námsmat og birtingu niðurstaðna skyldubundins samræmds námsmats.
Skyldubundið samræmt námsmat, sem felur í sér stöðu- og framvindupróf í lesskilningi og stærðfræði, verður lagt fyrir alla nemendur í 4., 6. og 9. bekk í öllum grunnskólum á yfirstandandi skólaári.
Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.
Skrifstofa stjórnsýslu, mats og eftirlits
mrn@mrn.is