Mál nr. S-5/2026
Birt: 9.1.2026
Fjöldi umsagna: 23
Drög að reglugerð
Innviðaráðuneytið
Sjávarútvegur og fiskeldi
Innviðarráðuneytið kynnir til samráðs drög að nýrri reglugerð um strandveiðar, í stað núgildandi reglugerðar um sama efni nr. 460/2024.
Meðal breytinga sem settar eru fram í reglugerðardrögunum er að skýrari rammi er settur um eignarhald á fiskibátum, útgerðum og lögaðilum sem óska eftir leyfi til strandveiða sbr. reglugerðarheimild í 11. mgr. 6. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Tilgangurinn er að skýrt liggi fyrir þegar leyfi til strandveiða er gefið út hver muni stunda slíkar veiðar á tímabilinu og stuðla betur að markmiðum laganna um aukna byggðafestu auk þess sem þeim sem stunda strandveiðar að meginatvinnu verði veittur meiri fyrirsjáanleiki til veiðanna. Auk þessa er lögð til sú breyting að umsóknartímabil verði lengt þannig að það sé frá 1. mars til 15. apríl ár hvert. Allar upplýsingar um umsækjanda þurfa að liggja fyrir við lok umsóknarfrests t.d. skráning fiskiskips, eignarhald o.fl.
Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.
skrifstofa sveitarfélaga, stafrænna innviða og byggðamála
irn@irn.is