Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.–22.1.2026

2

Í vinnslu

  • 23.1.2026–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-4/2026

Birt: 8.1.2026

Fjöldi umsagna: 5

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Drög að reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Málsefni

Innviðaráðuneytið hefur til umsagnar drög að reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar

Reglugerð þessi fjallar um Fasteignasjóð Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem hefur það hlutverk að jafna aðstöðu sveitarfélaga við uppbyggingu eða breytingar á fasteignum sem nýttar eru í þjónustu við fatlað fólk með miklar og/eða sértækar stuðningsþarfir svo dæmi sé tekið.

Helstu breytingar frá núverandi reglugerð er að núverandi drög að reglugerð heimilar Fasteignasjóði að úthluta framlagi vegna kaupa og uppsetninga á lyftu í húsnæði í eigu sveitarfélaga eða þar sem um er að ræða byggingar í eigu annarra aðila en sveitarfélaga þar sem um samvinnuverkefni sveitarfélaga og einkaaðila er að ræða. Þar nemur framlag Fasteignasjóðs allt að 50% eða að hámarki 5.000.000 kr.

Aðrar útfærslur lúta að breytingum að uppfærslu fermetraverðs í samræmi við breytingar á mældri vísitölu byggingakostnaðar, reiknaðri í nóvember 2025, þannig að í stað þess að í d-lið 2. gr. reglugerðarinnar sé miðað við að byggingarkostnaður fari ekki fram úr 540.000 kr. á hvern fermetra, þá verði miðað við að byggingarkostnaður fari ekki fram úr 650.000 kr. á hvern fermetra. Þá er kostnaðarþátttaka Fasteignasjóðs hækkuð úr 25% í 30%. Í e-lið 2. gr. er lögð til sú breyting að kostnaðarþátttaka verði tilgreind sérstaklega til að auka skýrleika.

Í ljósi nýrra laga um jöfnunarsjóð var ákveðið að endurútgefa reglugerðina.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (9)

Umsjónaraðili

skrifstofa sveitarfélaga, stafrænna innviða og byggðamála

irn@irn.is