Til umsagnar
30.12.2025–13.1.2026
Í vinnslu
14.1.2026–
Samráði lokið
Mál nr. S-262/2025
Birt: 30.12.2025
Fjöldi umsagna: 11
Annað
Heilbrigðisráðuneytið
Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta
Heilbrigðisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að aðgerðaáætlun um bætta talmeinaþjónustu við börn á næstu tveimur árum.
Í júní 2025 skilaði starfshópur á vegum heilbrigðisráðherra skýrslu með tillögum að bættri talmeinaþjónustu við börn. Tillögur hópsins byggja á því að þjónustan við börn verði veitt á þremur stigum í samræmi við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021 og miða að því að tryggja snemmtækan stuðning, einfaldara þjónustuferli og að þjónustan fari sem mest fram í nærumhverfi barnsins. Tillögur starfshópsins voru kynntar fyrir bæði heilbrigðisráðherra og mennta- og barnamálaráðherra og var niðurstaða beggja ráðherra að gera sameiginlega aðgerðaáætlun til að undirstrika sameiginlega ábyrgð á málaflokknum og mikilvægi samþættingar í þjónustu innan málaflokksins. Aðgerðaáætlunin var unnin í heilbrigðisráðuneyti og mennta- og barnamálaráðuneyti á tímabilinu september-desember 2025, og er áætlunin til tveggja ára (2026-2028).
Áætlunin skiptist í fjóra kafla:
1. Þjónustuveiting.
2. Samræmd umgjörð þjónustu.
3. Mönnun til framtíðar.
4. Ábyrgðarskipting.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa heilbrigðisþjónustu
hrn@hrn.is