Til umsagnar
30.12.2025–27.1.2026
Í vinnslu
Samráði lokið
Mál nr. S-261/2025
Birt: 30.12.2025
Fjöldi umsagna: 2
Áform um lagasetningu
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfismál
Fyrirhugað frumvarp mun fela í sér innleiðingu reglugerðar (ESB) 2023/956 um að koma á fót aðlögunarkerfi við landamæri vegna kolefnis (CBAM).
Innleiðing samevrópsks aðlögunarkerfis við landamæri vegna kolefnis (CBAM) í landsrétt er mikilvægur þáttur í að fylgja eftir stefnu stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stemma þannig stigum við loftslagsbreytingum. Kerfið mun fela í sér innflutningstolla á innbyggt kolefni í vörum með stórt kolefnisfótspor (ál, stál og járn, sement, vetni, rafmagn og áburð) við innflutning á tollasvæði Evrópusambandsins (ESB). Markmið þess er þannig að draga úr þess háttar innflutningi og efla samkeppnishæfni vara með lágt kolefnisfótspor, s.s. framleiddum af starfsemi sem fellur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS-kerfið).
Áformað er að setja nýjan lagabálk um efnið. Jafnframt er miðað við að Umhverfis- og orkustofnun og Skatturinn muni sinna framkvæmd kerfisins hér á landi.
Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.
Skrifstofa loftslags og náttúru
marta.kristinsdottir@urn.is