Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 23.12.2025–20.1.2026

Í vinnslu

Samráði lokið

Mál nr. S-259/2025

Birt: 23.12.2025

Fjöldi umsagna: 0

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Heildarendurskoðun á fyrirkomulagi við fjárfestingar ríkisins

Málsefni

Stefnt er að heildarendurskoðun á núgildandi fyrirkomulagi um opinberar framkvæmdir til að tryggja að samræmd málsmeðferð og fagleg verkefnastjórnsýsla gildi yfir allar stærri fjárfestingar ríkisins.

Nánari upplýsingar

Áformað er að leggja fram frumvarp til laga um fjárfestingar ríkisins sem felur í sér heildarendurskoðun á gildandi lögum um skipan opinberra framkvæmda. Í frumvarpinu verða markmið og gildissvið núgildandi regluverks endurskoðað þannig að það nái yfir allar stærri og flóknari fjárfestingar ríkisins, óháð því hvort um sé að ræða byggingar, mannvirki, tæki, búnað, stafræna innviði eða aðrar óefnislegar eignir.

Með frumvarpinu er stefnt að innleiðingu á samræmdu ferli sem nær frá stefnumótun til skilamats. Ferlið byggir á fimm skýrt tilgreindum stigum: tilefnisgreiningu, valkostagreiningu, áætlanagerð, framkvæmd og skilamat og tryggir samanburðarhæft mat á stærri fjárfestingum, skýra ábyrgð og gagnsæi á hverju stigi í samræmi við alþjóðleg viðmið. Með því er jafnframt tryggt að einstakar fjárfestingar tengist fjármálaáætlun og langtímastefnu ríkisins.

Ábyrgð og boðleiðir verða skýrari með skilgreindu hlutverki ráðuneyta, fagráðs um opinberar fjárfestingar og framkvæmdaraðila. Þá verður kveðið á um langtímastefnu og áætlanir um forgangsröðun til meðallangs og skemmri tíma til að styrkja verkefnaval og samræma ákvarðanir við markmið stjórnvalda.

Önnur úrræði en lagasetning þykja ekki koma til greina þar sem umfang og eðli breytinganna krefjast skýrrar lagastoðar til að tryggja samræmda framkvæmd og ná fram þeim markmiðum sem stefnt er að með endurskoðun núgildandi regluverks

Viltu senda inn umsögn?

Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.

Boð um þátttöku (6)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stjórnunar og umbóta

fjr@fjr.is