Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 19.12.2025–7.1.2026

Í vinnslu

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-257/2025

Birt: 19.12.2025

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Dómsmálaráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Frumvarp vegna sveitarstjórnarkosninga í Grindavík 2026

Málsefni

Drög að frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum vegna sveitarstjórnarkosninga í Grindavík 2026.

Nánari upplýsingar

Kynnt eru drög að lagafrumvarpi um breytingu á kosningalögum nr. 112/2021, sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 og lögum um lögheimili og aðsetur nr. 80/2018. Tilefni fyrirhugaðra lagabreytinga eru þær aðstæður sem skapast hafa í Grindavíkurbæ vegna náttúruhamfara, það er jarðhræringa og eldsumbrota, sem varað hafa frá 2019.

Kosningarétturinn er undirstöðuréttur í lýðræðissamfélagi. Því er gert ráð fyrir að kosningar fari fram í Grindavík vorið 2026 nema ófyrirsjáanlegir atburðir hindri. Hins vegar eru ýmis álitamál sem þarf að leiða til lykta og lúta meðal annars því að því hverjir hafi kosningarétt og kjörgengi.

Með frumvarpinu er lagt til að þeir sem áttu lögheimili í Grindavíkurbæ 9. nóvember 2023 hafi val um að kjósa í Grindavík eða því sveitarfélagi sem þeir eiga nú lögheimili í. Hvað varðar kjörgengi er lagt til að það haldast í hendur við ofangreindar sérreglur um kosningarrétt og haldist óbreytt út kjörtímabilið. Þá þarf að útfæra kjörgengi í nefndum sveitarfélagsins þannig að störf nefnda, stjórna og ráða séu óröskuð á kjörtímabilinu.

Viltu senda inn umsögn?

Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.

Boð um þátttöku (0)

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa réttarfars

dmr@dmr.is