Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.12.2025–26.1.2026

Í vinnslu

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-253/2025

Birt: 22.12.2025

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Atvinnuvegaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um lax og silungsveiði, lögum um fiskrækt og lögum um fiskræktarsjóð

Málsefni

Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna lax- og silungsveiði og fiskræktar.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ákveðnum þáttum í lögum um lax- og silungsveiði, lögum um fiskrækt og lögum um fiskræktarsjóð. Þessir þættir lúta að verulegu leyti að fiskrækt en einnig eru skilgreiningar og hugtök einfölduð og samræmd eftir föngum.

Fiskrækt hefur verið stunduð af landeigendum, veiðiréttarhöfum og leigutökum um árabil og hefur verið þáttur í starfsemi þessara aðila við nýtingu lax- og silungsveiðihlunninda á Íslandi. Með þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu birtist það meginmarkmið að fiskrækt í ám og vötnum verði framkvæmd með ábyrgum hætti og sjálfbærum hætti, í samræmi við varúðarreglu og með þarfir vistkerfa í huga. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir því að allar fiskræktaráætlanir verði birtar opinberlega og eftirlitsþátturinn styrktur frá því sem nú er raunin. Þá er gert ráð fyrir því að innihald nýtingaráætlana og utanumhald með þeim verði bætt. Þótt frumvarpið hvorki banni né setji verulegar takmarkanir á heimildir til fiskræktar umfram það sem kemur fram í núgildandi lögum, þá er ljóst að frumvarpið herðir á ýmsum skilyrðum varðandi fiskrækt auk þess að gera brot á lögum um fiskrækt refsiverð.

Auk ofangreinds er tækifærið notað til þess að gera ýmsar breytingar á lögum um lax- og silungsveiði og laga um fiskrækt.

Hér með er óskað eftir umsögnum, athugasemdum og ábendingum um frumvarpsdrögin.

Viltu senda inn umsögn?

Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.

Boð um þátttöku (5)

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa auðlinda

atrn@atrn.is