Til umsagnar
8.12.2025–12.1.2026
Í vinnslu
Samráði lokið
Mál nr. S-245/2025
Birt: 8.12.2025
Fjöldi umsagna: 14
Áform um lagasetningu
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið
Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál
Í meðfylgjandi áformaskjali er fjallað um mögulega sameiningu Landsbókasafns Íslands - Háskólasafns, Hljóðbókasafns Íslands og Kvikmyndasafns Íslands.
Fjölmargar stofnanir sem eru allt frá því að vera örstofnanir yfir í fjölmenna vinnustaði heyra undir menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið. Töluverð umsýsla fylgir hverri og einni stofnun en t.a.m. ber öllum að skila þriggja ára áætlunum í samræmi við ákvæði laga um opinber fjármál, sem og árlegum rekstraráætlunum og öðrum gögnum, svo að ráðuneytið geti sinnt lögbundnu eftirlitshlutverki sínu með þeim. Þá er töluverður kostnaður samfara því fyrir ríkissjóð að halda úti mörgum yfirstjórnum hjá misstórum stofnunum.
Í ráðuneytinu hefur um nokkurt skeið verið hugað að því hvort hagræða mætti í ríkisrekstri og einfalda stjórnsýslu með sameiningum stofnana. Er í því samhengi m.a. horft til skýrslu Ríkisendurskoðunar frá desember 2021 þar sem eftirfarandi tilmælum var beint til þáverandi mennta- og menningarmálaráðuneytis: „Fækka þarf undirstofnunum mennta- og menningarmálaráðuneytis. Þriðjungur stofnana Stjórnarráðsins heyrir undir ráðuneyti mennta- og menningarmála. Margar þeirra eru smáar. Mikilvægt er að skoða fjölda og skipulag þeirra með tilliti til einföldunar, hagræðingar og skilvirkni. Ætla má að fjöldi smárra stofnana sé óhagstæður í rekstrarlegu og faglegu tilliti en líkur eru einnig á að einhverjar þeirra gætu hæglega rúmast innan stærri skipulagsheilda hins opinbera.“ Þær menningarstofnanir sem áður heyrðu undir mennta- og menningarmálaráðuneytið heyra nú undir menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið
Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.
Skrifstofa ráðuneytisstjóra
mnh@mnh.is