Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 5.–22.12.2025

Í vinnslu

Samráði lokið

Mál nr. S-243/2025

Birt: 5.12.2025

Fjöldi umsagna: 0

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Stofnun innviðafélags

Málsefni

Áformað er að leggja fram frumvarp til laga um heimild til að stofna sérstakt innviðafélag sem heldur utan um fjármögnun og uppbyggingu tiltekinna samgöngumannvirkja.

Nánari upplýsingar

Stofnun innviðafélags styður við áherslu ríkisstjórnar Íslands um að rjúfa kyrrstöðu í samgöngumálum. Tilgangur félagsins er að koma á nýju skipulagi fjármögnunar við framkvæmd stórra samgöngumannvirkja. Félagið, sem sjálfstæður lögaðili, mun starfa á sjálfbærum fjárhagslegum grundvelli en jafnframt með það samfélagslega markmið að flýta fyrir þjóðhagslega mikilvægum framkvæmdum.

Áformað er að félagið fái það hlutvertk að hrinda í framkvæmd uppbyggingu stórra þjóðhagslega mikilvægra samgönguverkefna og tryggja fjármögnun og hraðari framvindu slíkra framkvæmda. Félagið mun að öðru leyti stuðla að því að ákvarðanir um fjárfestingar í samgönguinnviðum lúti skýrum markmiðum, séu vandlega undirbúnar og standist lög og viðmið sem gilda um opinberar framkvæmdir. Við stofnun félagsins mun allt hlutafé þess vera í eigu ríkissjóðs. Fjámála- og efnahagsráðherra mun jafnframt fara með hlut ríkisins í félaginu, sbr. 43. og 44. gr. laga um opinber fjármál.

Miðað er við að innviðaráðherra muni með heimild í áformuðum lögum gera samning við félagið, einn eða fleiri eftir þörfum, um uppbyggingu og rekstur samgönguverkefna á grundvelli samgönguáætlunar í samræmi við tilgang og hlutverk félagsins. Í samningi verði tryggt að félagið geti staðið undir kostnaði við undirbúning og framkvæmd verkefna, stofnkostnað, rekstur, viðhald og fjármagnskostnað með tekjum af veggjöldum eða eftir atvikum beinum fjárframlögum frá ríkinu til að tiltekið verkefni geti talist fjárhagslega sjálfbært.

Viltu senda inn umsögn?

Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.

Boð um þátttöku (8)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stjórnunar og umbóta

fjr@fjr.is