Til umsagnar
25.11.2025–5.1.2026
Í vinnslu
Samráði lokið
Mál nr. S-231/2025
Birt: 25.11.2025
Fjöldi umsagna: 3
Drög að stefnu
Dómsmálaráðuneytið
Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála
Dómsmálaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að landsáætlun gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum, tímasettar aðgerðir fyrir árin 2026 til 2030. Frestur til að skila inn umsögnum er til 5. janúar.
Hér er í fyrsta sinn sett fram landsáætlun um hvernig Ísland, sem hefur fullgilt samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi (Istanbúlsamningurinn), hyggst koma ákvæðum samningsins í framkvæmd.
Í fyrstu stöðuskýrslu eftirlitsnefndar Evrópuráðsins um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi (GREVIO) til Íslands, frá nóvember 2022, hrósaði nefndin íslenskum stjórnvöldum fyrir þær framfarir sem hafa átt sér stað innan málaflokka heimilisofbeldis, kynferðislegs ofbeldis og kynferðislegrar áreitni en benti á að þrátt fyrir að mikilvæg skref hefðu verið stigin í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum væri enn margt óunnið.
Áætlun þessi er sett fram með það að markmiði að vinna með heildstæðum hætti að aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum á Íslandi og samanstendur af 25 aðgerðum. Landsáætlunin tekur mið af markmiðum Istanbúlsamningsins og tilmælum úr skýrslu GREVIO frá árinu 2022. Jafnframt leysir landsáætlunin af hólmi aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota og tekur mið af gildandi áætlun fyrir árin 2023-2025, enda rúmast aðgerðir hvað varðar meðferð kynferðisbrota innan landsáætlunar gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum. Með því að sameina aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota við landsáætlun gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum fæst skýrari yfirsýn yfir aðgerðir, úrræði og þjónustu, bætt samræming gagnaöflunar og tölfræðiupplýsinga, samhæfing og samfelldara verklag þvert á kerfi, bætt eftirfylgni og betri nýting fjármuna.
Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.
Skrifstofa jafnréttismála
dmr@dmr.is