Til umsagnar
17.11.–1.12.2025
Í vinnslu
2.12.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-229/2025
Birt: 17.11.2025
Fjöldi umsagna: 16
Áform um lagasetningu
Atvinnuvegaráðuneytið
Landbúnaður
Áformin varða fyrirhugaða sameiningu Matvælastofnunar, Fiskistofu og Verðlagsstofu skiptaverðs.
Atvinnuvegaráðherra hefur látið vinna fýsileikagreiningu á mögulegri sameiningu Matvælastofnunar, Fiskistofu og Verðlagsstofu skiptaverðs. Stofnanirnar sinna opinberu eftirliti, þar sem Matvælastofnun annast eftirlit á sviði landbúnaðar, dýravelferðar og matvælaframleiðslu og Fiskistofa annast eftirlit varðandi afla og löndun auk afmarkaðs hlutverks við stjórn fiskveiða. Við gerð fýsileikakönnunar var einnig litið til hlutverks Verðlagsstofu skiptaverðs og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Talið er að fjölmörg tækifæri séu til samþættingar og samstarfs í verkefnum þessara stofnanna. Mikil líkindi eru í mörgum viðfangsefnum og starfsstöðvar reknar á svipuðum stöðum á landinu.
Tækifæri eru talin felast í sameiningu stofnanna, þar sem sameining skapi forsendur fyrir samræmdri stefnumótun og framkvæmd í málefnum sem snerta matvælaframleiðslu og fiskveiðar. Tækifæri felist jafnframt í samræmingu verklags og ferla í leyfisveitingum og eftirliti, sem er til þess fallið að bæta þjónustu, draga úr skrifræði og bæta þjónustu við atvinnulífið. Með sameiningu þessara stofnana er horft til þess að til verði ný öflug eftirlitsstofnun á sviði matvælaframleiðslu og fiskveiða þar sem öflugar starfsstöðvar verði staðsettar um allt land.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa landgæða og dýraheilsu
atrn@atrn.is