Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.11.–9.12.2025

2

Í vinnslu

  • 10.12.2025–

Samráði lokið

Mál nr. S-226/2025

Birt: 14.11.2025

Fjöldi umsagna: 92

Drög að stefnu

Forsætisráðuneytið

Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Drög að atvinnustefnu Íslands - vaxtarplan til 2035

Málsefni

Forsætisáðuneytið birtir drög að atvinnustefnu til umsagnar. Meginmarkmið stefnunnar er kröftugur vöxtur útflutnings sem byggir á atvinnugreinum með háa framleiðni.

Nánari upplýsingar

Atvinnustefnunni er ætlað að styðja við framtíðarsýn stjórnvalda um aukna verðmætasköpun sem er knúin af fjölbreyttum útflutningi sem byggir á nýsköpun og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Stjórnvöld vilja styðja við atvinnulíf þar sem framleiðni er há, alþjóðleg samkeppnishæfni er mikil og stuðla að því að fjölbreytt störf finnist um allt land. Mikilvægt er jafnframt að atvinnustefna stjórnvalda styðji við samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda í útflutningi.

Stefnumótunin er leidd af forsætisráðuneytinu og er verið unnin í víðtæku samráði. Fundað hefur verið með helstu hagaðilum og samráðsgátt stjórnvalda verið nýtt til að eiga samráð um áform að stefnu. Forsætisráðuneytið stóð jafnframt fyrir opnum viðburði í september um áherslur atvinnustefnunnar.

Skjalið sem nú er birt í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að atvinnustefnu Íslands - vaxtarplan til 2035 og er almenningi og haghöfum boðið að setja fram sín sjónarmið. Skjalinu fylgir jafnframt stöðugreining um þróun efnahags- og atvinnulífs 2010-2024 þar sem dregin eru fram lykilviðfangsefni og áskoranir. Þá er almenningi og hagaðilum boðið að svara spurningum um afmörkuð viðfangsefni og mögulegar aðgerðir sem síðar verða settar fram í aðgerðaáætlun til að vinna að framkvæmd atvinnustefnunnar.

Samráð stendur yfir í þrjár vikur, þ.e. til 5. desember næstkomandi. Niðurstöður verða nýttar við áframhaldandi vinnu. Stefnt er að því að gefa út endanlega atvinnustefnu ásamt aðgerðaáætlun á fyrsta ársfjórðungi 2026.

Umsögnum og svörum má skila í samráðsgátt eða senda á for@for.is

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa samhæfingar

for@for.is