Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 29.10.–5.11.2025

2

Í vinnslu

  • 6.11.2025–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-220/2025

Birt: 29.10.2025

Fjöldi umsagna: 56

Drög að frumvarpi til laga

Dómsmálaráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (útgáfa dvalar- og atvinnuleyfa)

Málsefni

Með frumvarpinu er lagt til að umsýsla og útgáfa dvalar- og atvinnuleyfa verði felld í einn farveg innan Útlendingastofnunar. Samhliða því eru gerðar breytingar á dvalarleyfum námsmanna.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið, sem samið er í dómsmálaráðuneytinu í samvinnu við félags- og húsnæðismálaráðuneytið, Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun, kveður á um að umsýsla og útgáfa dvalar- og atvinnuleyfa verði felld í einn farveg innan Útlendingastofnunar. Samkvæmt gildandi framkvæmd gefur Útlendingastofnun út dvalarleyfi á grundvelli laga um útlendinga, nr. 80/2016, en Vinnumálastofnun gefur út atvinnuleyfi á grundvelli laga um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2022.

Markmið frumvarpsins er að skila aukinni skilvirkni og fyrirsjáanleika við afgreiðslu umsókna um tímabundin atvinnu- og dvalarleyfi með flutningi afgreiðslu atvinnuleyfa frá Vinnumálastofnun til Útlendingastofnunar, sem farið hefur með afgreiðslu dvalarleyfa á grundvelli atvinnuþátttöku.

Með þessari breytingu verður framkvæmd atvinnuleyfa hér á landi færð nær þeirri framkvæmd sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum.

Með flutningi er stefnt að því að stytta afgreiðslutíma slíkra umsókna, auka gagnsæi í umsóknarferlinu og auðvelda umsækjendum samskipti vegna umsókna. Þá er lagt til að skyldubundin umsögn stéttarfélaga vegna tímabundinna atvinnuleyfa verði felld úr gildi en Útlendingastofnun heimilað að leita slíkrar umsagnar þegar vafamál og flóknari álitamál um túlkun kjarasamninga koma upp. Með því má búast við að hægt verði að stytta afgreiðslutíma margra umsókna umtalsvert. Þá felur frumvarpið í sér að gerðar verði breytingar á fyrirkomulagi atvinnuþátttöku námsmanna sem mun liðka umtalsvert fyrir atvinnuþátttöku þess hóps en að sama skapi er skerpt á skilyrðum fyrir útgáfu og endurnýjun dvalarleyfa námsmanna. Heimildir til fjölskyldusameiningar við námsmenn verða samræmdar við Norðurlönd, teknar upp forkröfur fyrir útgáfu dvalarleyfis til atvinnuleitar eftir útskrift og það dvalarleyfi stytt úr þremur árum í eitt.

Að endingu mun kæruleið vegna tímabundinna atvinnuleyfa færist frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu til kærunefndar útlendingamála og vettvangseftirlit með atvinnuþátttöku útlendinga á grundvelli laganna færast til Vinnueftirlits ríkisins.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa alþjóðamála

dmr@dmr.is