Til umsagnar
23.10.–7.11.2025
Í vinnslu
8.11.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-211/2025
Birt: 23.10.2025
Fjöldi umsagna: 1
Drög að reglugerð
Atvinnuvegaráðuneytið
Landbúnaður
Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár, nr. 1066/2014.
Breytingartillögurnar miða að því að skýra gildandi ákvæði reglugerðar nr. 1066/2014, samræma reglur og taka betur mið af ólíkum þörfum dýrategundanna. Tillögurnar byggja á reynslu og athugasemdum sem komið hafa fram við framkvæmd reglugerðarinnar.
Helstu breytingarnar eru eftirfarandi:
• Breytingar á 2. gr. reglugerðarinnar eru til þess að skýra það hvaða tímabil telst vera vetur í reglugerðinni en það er tímabilið 16. október til 30. apríl ár hvert.
• Breytingar á 5. gr. eru til að árétta og tilgreina nákvæmar um almenna meðferð á fé, svo sem að halda fé í hjörðum, daglegt eigið eftirlit yfir vetrartímann, nánar um rúning á sauðfé og sértæka umhirðu geita. Sett er inn ákvæði um skyldu til a fjarlægja hræ úr umhverfi lifandi dýra. Til að forðast misræmi í reglugerðum eru tekin út ákvæði sem fjalla um sértækar smitvarnir með tilliti til riðuveiki.
• Breytingar á 6. gr. eru til að árétta að sauðfé og geitur eru ólíkar dýrategundir með misjafnar þarfir sem rétt er að tilgreina með ákvæðum. Einnig er áréttað að beit og fóður sé ávallt nægjanlegt og aðgengi að hreinu vatni sé ávallt til staðar.
• Breytingar á 8. gr. eru til þess að árétta ákvæði 16. gr. laga um velferð dýra, þess efnis að dýralæknum einum er heimilt að gelda hrúta/hafra og afhorna fé sé farið í slóg (kviku).
• Breytingar á 9. gr eru til þess að árétta ákvæði 19. gr. laga um velferð dýra sem fjallar um takmarkanir á æxlun dýra. Bann við æxlun sauðfjár og geitfjár er til að árétta að sauðfé og geitur eru ólíkar dýrategundir.
• Breytingar á 11. gr. eru til þess að tryggja aðgengi fjár að drykkjarvatn nátthaga í réttum.
• Breytingar á 12. gr. eru til að árétta meindýravarnir í fjárhúsum og geitahúsum og almennar smitvarnir eru áréttaðar, einnig á milli búfjártegunda.
• Breytingar á 13. gr. eru til að skýra nánar í hvaða tilvikum heimilt er að aflífa með banvænu höggi.
• Breytingar á 14. gr. eru til að árétta að sauðfé og geitur eru ólíkar dýrategundir með misjafnar þarfir og tilgreint að ekki megi halda sauðfé og geitur saman í kró og að geitur eigi að geta farið upp á palla í mismunandi hæðum. Einnig er ákvæði um að allt fé eigi að geta legi samtímis og að lágmarks legurými skuli vera úr efni með litla varmaleiðni sé gólfið úr málmi.
• Breytingar á 17. gr. eru til að auka lágmarkstíma sem fé á að hafa aðgengi að beit, úr 12 vikum í 16 vikur. Einnig er sett inn ákvæði um lágmarks holdafar sauðfjár svo heimilt sé að hafa það á útigangi og að óheimilt sé að hafa geitur á útigangi á vetrum, tímabil vetrar er tilgreint sem 15. október til 1. maí.
• Breytingar á Viðauka I eru til leiðréttingar, þannig að málin gildi einnig fyrir geitur.
• Breytingar í Viðauka II eru til að skerpa á holdastigum ærna. Einnig er bætt við skýringarmynd til að bæta skilning á holdastigs kvarðanum.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa landgæða og dýraheilsu
atrn@atrn.is