Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.10.–3.12.2025

2

Í vinnslu

  • 4.12.2025–

Samráði lokið

Mál nr. S-209/2025

Birt: 22.10.2025

Fjöldi umsagna: 4

Stöðumat og valkostir

Forsætisráðuneytið

Æðsta stjórnsýsla

Skýrsla um hlutverk og starfsskilyrði embættismanna

Málsefni

Í skýrslunni gerir starfshópur forsætisráðherra tillögur að breytingum sem ætlað er að stuðla að auknu sjálfstæði, hreyfanleika og hæfni embættismanna og efla þar með traust til stjórnsýslunnar.

Nánari upplýsingar

Starfshópur um hlutverk og starfsskilyrði embættismanna hefur skilað forsætisráðherra skýrslu sinni, sem ber yfirskriftina "Kjölfesta í hringiðu lýðræðisins". Forsætisráðuneytið óskar eftir viðbrögðum og ábendingum varðandi tillögur starfshópsins og efni skýrslunnar að öðru leyti.

Helstu tillögur starfshópsins eru eftirfarandi:

1. Settar verði sérstakar reglur um þá embættismenn sem starfa í mestri nálægð við pólitíska valdhafa (P-flokkur). Er þar um að ræða ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra í ráðuneytum og forstöðumenn stofnana ríkisins, samkvæmt nánari afmörkun.

2. Valferli embættismanna í P-flokki verði styrkt á eftirfarandi hátt:

a. Ráðherra fari ekki lengur einn með val á ráðgefandi hæfnisnefndum.

b. Skipun embættismanna, flutningur og ákvarðanir um starfslok verði teknar fyrir í ríkisstjórn eða ráðherranefnd.

c. Í þeim tilgangi að fjölga umsóknum hæfra umsækjenda um embætti verði lögfestur möguleiki á að óska nafnleyndar.

d. Í stað fyrirvaralausrar heimildar ráðherra til að flytja embættismenn milli embætta með og án þeirra samþykkis komi heimild til flutnings sem byggir á sjónarmiðum um hreyfanleika, hæfni, þarfir stofnunar og öðrum málefnalegum sjónarmiðum. Þetta kallar bæði á breytingar á stjórnarskrá og starfsmannalögum.

3. Skipunartími embættismanna í P-flokki verði lengdur úr fimm í sjö ár. Að þeim tíma liðnum verði embætti auglýst. Sæki embættismaður ekki um eða verði ekki hlutskarpastur bjóðist honum að jafnaði hefðbundinn ráðningarsamningur sem sérfræðingur. Kveðið verði á um hámarkstíma í sama embætti, sem verði 14 ár.

4. Ráðgjöf og samræming um málefni embættismanna í P-flokki verði falin miðlægri skrifstofu eða einingu innan stjórnkerfisins.

5. Starfi aðstoðarmanna ráðherra verði sett þau mörk að þeir láti af störfum þegar boðað hefur verið til kosninga eða þegar 2-3 mánuðir eru til reglulegra þingkosninga.

Í skýrslunni er auk þess fjallað um þróun embættismannakerfisins á Íslandi, samspil kerfisins og hinnar pólitísku stoðar og helstu áskoranir í opinberri stjórnsýslu. Þá er gerður samanburður á embættismannakerfinu á Íslandi og í átta völdum samanburðarlöndum.

Umsagnarfrestur í Samráðsgátt rennur út 3. desember næstkomandi.

Forsætisráðuneytið mun efna til málþings 11. nóvember um tillögurnar og efni skýrslunnar.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stjórnskipunar

for@for.is