Til umsagnar
15.–31.10.2025
Í vinnslu
1.11.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-207/2025
Birt: 15.10.2025
Fjöldi umsagna: 9
Drög að frumvarpi til laga
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla
Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. (tollar, skilagjald o.fl.).
Meginefni frumvarpsdraganna felur í sér nauðsynlegar breytingar á ýmsum lögum sem flest eru á sviði skatta og gjalda. Verði frumvarpsdrögin að lögum mun það hafa áhrif á bæði einstaklinga og lögaðila en meðal markmiða breytinganna er m.a. aukin skilvirkni í framkvæmd.
Í frumvarpsdrögunum er m.a. að finna eftirfarandi tillögur að breytingum:
• Réttur aðila samkvæmt útgöngusamningi Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu verði tryggður í lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, m.a. að því er varðar barnabætur.
• Bráðabirgðaákvæði LXVII í lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, sem kveður á um hærra hlutfall og fjárhæð frádráttar einstaklinga vegna hlutabréfakaupa, framlengt um tvö ár.
• Frestur til greiðslu á innviðagjaldi lengdur úr 7 dögum í 15 daga.
• Framlenging á ákvæði til bráðabirgða EE í búvörulögum, nr. 99/1993, um tímabil lægri tolla á grænmeti.
• Happdrætti Háskóla Íslands verði undanþegið skattskyldu af fjármagnstekjum.
• Hækkun á fjárhæð frítekjumarks barna.
• Framlenging á bráðabirgðaheimild til að reka blandaða tollvörugeymslu.
• Niðurlagning eftirlitsnefndar með framkvæmd viðbótar- og stuðningslána til fyrirtækja sem orðið hafa fyrir verulegu tekjutapi vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
• Upplýsingaskylda á þjónustuveitendur sýndareigna.
• Skilið á milli ákvörðunar álags og beitingar dráttarvaxta vegna síðbúinna skila á fjárhæð staðgreiðslu.
• Brottfall laga um úrvinnslu eigna og skulda ÍL-sjóðs.
• Heimildir Náttúruhamfaratryggingar Íslands til að takmarka eða hafna því að tryggja eignir atvinnurekenda ef það er talið nauðsynlegt vegna áhættustýringar.
Hér með er óskað eftir umsögnum, athugasemdum og ábendingum um frumvarpsdrögin, en umsagnarfrestur er til og með 27. október nk.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa skattamála
fjr@fjr.is