Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 15.10.–3.11.2025

2

Í vinnslu

  • 4.11.2025–

Samráði lokið

Mál nr. S-205/2025

Birt: 15.10.2025

Fjöldi umsagna: 9

Drög að reglugerð

Atvinnuvegaráðuneytið

Landbúnaður

Drög að reglugerð um riðuveiki í fé

Málsefni

Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, hefur lagt fram í samráðsgátt drög að reglugerð um riðuveiki í fé. Reglugerðin byggir á tillögum sem fram koma í landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu.

Nánari upplýsingar

Markmið nýrrar reglugerðar er að útrýma riðuveiki í sauðfé á Íslandi og er reglugerðin undirstaða þess að Íslandi nái markmiðum sem settar eru fram í landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu, en þau eru:

• Stefnt að því að litlar líkur séu á að upp komi riðuveiki frá og með árinu 2028.

• Stefnt er að Ísland hafi hlotið viðurkenningu ESB árið 2032 um að hverfandi líkur séu á að upp komi riðuveiki hér á landi.

• Stefnt er að því að innan 20 ára hafi sauðfjárriðu verið útrýmt.

Í nýrri reglugerð kemur fram umtalsverð breyting á nálgun við að útrýma riðuveiki. Horfið er frá því að reyna að útrýma smitefninu sjálfu, í staðinn verður megin áherslan lögð á að útrýma veikinni með ræktun fjárstofns sem ber verndandi arfgerðir gegn riðusmitefninu ásamt áframhaldandi aðgerðum til að hefta mögnun og dreifingu smitefnisins. Horft er til þess að aðgerðir séu áhættumiðaðar, þær séu stigmagnandi og beint að tilteknum áhættuflokkuðum bæjum en ekki jafnt að öllum bæjum í viðkomandi varnarhólfi eins og verið hefur hingað til. Sjö ára tímaviðmið er tekið upp í stað 20 ára, sjö ár eru tiltekin í reglugerð (EB) 999/2001 þegar um viðskipti með fé er að ræða á milli landa auk þess sem sjö áru eru um tvöfaldur meðgöngutími riðuveiki. Þannig minnka álögur og tími hafta styttist hjá fjölda sauðfjárbænda, en bændur geta auk þess stytt sjálfir haftatímann með því að rækta hratt gegn veikinni.

Öllum sauðfjárbændum verður gert skylt að rækta gegn riðuveiki en jafnframt bjóðast þeim styrkir til ræktunar og arfgerðagreininga í samræmi við fjárheimildir Alþingis. Ræktunarstyrkjum verður beint þangað þar sem mesta áhættan er og hærri arfgerðagreiningastyrkir verða fyrir verndandi arfgerðir en mögulega verndandi arfgerðir. Sauðfjárbæir verða áhættu flokkaðir í:

• Riðubær

• Áhættubær

• Aðrir bæir í áhættuhólfi

Í landsáætluninni eru tímasett ræktunarmarkmið fyrir hvern flokk auk allra bæja landsins og er vísað til þess í reglugerðinni. Takmarkanir eru settar á bæi eftir flokkum og eru þær útlistaðar í reglugerðinni og jafnframt hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að aflétta takmörkunum.

Reglugerðin útlistar viðbrögð við uppkomu riðuveiki, þannig verður fyrirsjáanleiki mikill og stjórnsýslulegum ákvörðunum byggðum á faglegu mati fækkar auk þess sem Matvælastofnun mun annast stjórnsýsluna. Horfið verður frá því að ráðherra fyrirskipi niðurskurð og einstaka aðgerðir og að ráðuneytið semji við sérhvern bónda.

Samhliða kröfunni um ræktun verndandi arfgerða á riðubæjum verður dregið úr kostnaðarsömum hreinsunum og uppbyggingu eftir niðurrif. Í stað fjárleysis í þrjú ár frá uppkomu riðuveiki verður bú ekki fjárlaust, heimilt verður að kaupa nýtt fé strax að loknum þrifum, þannig helst búið í rekstri og afurðatjónsbætur minnka í réttu hlutfalli við rauntekjur af afurðum búsins. Hraði uppbyggingar hjarðarinnar ræðst af bóndanum sjálfum, en gólf er sett á afurðatjónsbætur og útreikningar bóta miðast við að árleg fjölgun fjár sé að lágmarki þriðjungur þess sem skorinn var. Vilji bóndi fjölga fénu hægar þá getur hann það en afurðatjónsbætur myndu taka mið af þriðjungs fjölgun. Matvælastofnun mun annast alla stjórnsýslu með bótagreiðslum en ráðuneytið annast afgreiðslu allra styrkja til að örva ræktun gegn riðuveiki, þar á meðal arfgerðagreiningar.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa landgæða og dýraheilsu

atrn@atrn.is