Til umsagnar
10.–24.10.2025
Í vinnslu
25.10.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-200/2025
Birt: 10.10.2025
Fjöldi umsagna: 8
Drög að frumvarpi til laga
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla
Lagt er til að lögfestar verði kröfur um stafrænt aðgengi hjá hinu opinbera. Markmiðið er að allir, sérstaklega fatlað fólk, geti nýtt sér stafræna þjónustu og upplýsingar til jafns við aðra.
Samskipti og þjónusta hins opinbera við almenning fara í sívaxandi mæli fram með stafrænum hætti. Aðgengi að þessi þjónustu er mikilvægt fyrir virkra samfélagsþátttöku. Markmið með frumvarpi þessu er að innleiða evrópska vefaðgengistilskipun ((ESB) 2016/2102) og tryggja öllum, einkum fötluðu fólki, jafnan aðgang að vefsetrum og smáforritum opinberra aðila. Frumvarpið byggir mikið til ofan á fyrri stefnumörkun stjórnvalda frá 2012 um opinbera vefi og útfærir nánar skyldur sem eru að einhverju leyti þegar til staðar í íslenskri löggjöf og alþjóðlegum skuldbindingum.
Frumvarpið er sett fram sem rammalöggjöf þar sem grundvallarreglur eru festar í lög en nánari útfærsla á tæknikröfum og framkvæmd er falin ráðherra í reglugerð, sem tryggir nauðsynlegan sveigjanleika til að bregðast við hraðri tækniþróun. Kjarnaskylda laganna byggir á fjórum alþjóðlegum meginreglum um aðgengi: að efni skuli vera skynjanlegt, nothæft, skiljanlegt og traust. Til að tryggja framfylgd er gert ráð fyrir eftirlitskerfi þar sem sérstakur vöktunaraðili annast tæknilegar úttektir og leiðbeiningar, og kærustjórnvald meðhöndlar kvartanir og getur beitt þvingunarúrræðum á borð við dagsektir.
Gert er ráð fyrir að lögin hafi afgerandi jákvæð samfélagsleg áhrif með því að tryggja réttindi og auka þátttöku fatlaðs fólks, eldri borgara og annarra hópa. Áætlaður kostnaður fyrir hið opinbera er afmarkaður og er samfélagslegur ávinningur metinn mun meiri.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa stjórnunar og umbóta
fjr@fjr.is