Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 10.–24.10.2025

2

Í vinnslu

  • 25.10.2025–8.1.2026

3

Samráði lokið

  • 9.1.2026

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-199/2025

Birt: 10.10.2025

Fjöldi umsagna: 7

Drög að frumvarpi til laga

Félags- og húsnæðismálaráðuneytið

Vinnumarkaður og atvinnuleysi

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof og lögum um sorgarleyfi (fyrirkomulag greiðslna)

Niðurstöður

Frumvarpið var lagt fram á Alþingi 20. nóvember 2025, sbr. hlekk hér fyrir neðan. Í greinargerð er fjallað um athugasemdir í umsögnum og viðbrögð við þeim. Alls bárust sex umsagnir um frumvarpið þar sem lýst var yfir stuðningi við þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu.

Málsefni

Félags- og húsnæðismálaráðherra kynnir til samráðs drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof og lögum um sorgarleyfi (fyrirkomulag greiðslna).

Nánari upplýsingar

Í frumvarpi þessu er lagt til að breytingar á fjárhæðum greiðslna til foreldra sem nýta rétt sinn innan fæðingarorlofskerfisins miði ekki lengur við fæðingardag barns, frumættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur heldur skuli slíkar breytingar eiga við um alla foreldra sem eiga rétt á slíkum greiðslum sem og ónýttan rétt innan kerfisins er breytingarnar taka gildi. Jafnframt er í frumvarpinu lagt til að fjárhæðir greiðslna á grundvelli laga um sorgarleyfi skuli eiga við um alla foreldra sem nýta rétt sinn samkvæmt lögunum, óháð því hvenær barnsmissir, andvanafæðing, fósturlát eða makamissir á sér stað.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (5)

Umsjónaraðili

Skrifstofa vinnumarkaðar

frn@frn.is