Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.–31.10.2025

2

Í vinnslu

  • 1.11.2025–

Samráði lokið

Mál nr. S-198/2025

Birt: 8.10.2025

Fjöldi umsagna: 34

Annað

Forsætisráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Grindavík – næstu skref í endurreisn

Málsefni

Til samráðs er umræðuskjal Grindavíkurnefndar um sveitarstjórnarkosningar, stjórnskipulag og samráð í endurreisnarferlinu. Kallað er eftir sjónarmiðum Grindvíkinga og annarra hagaðila.

Nánari upplýsingar

Endurreisn er langtímaferli sem miðar að því að endurheimta og bæta lífsskilyrði samfélaga eftir náttúruhamfarir eða önnur áföll. Grindvíkingar eru sjálfir hryggjarstykkið í þessu starfi, í samstarfi við bæjarfélagið, ríkisvaldið, sérfræðinga og aðra hlutaðeigandi aðila.

Þrátt fyrir að jarðhræringar séu enn í gangi er tímabært að vinna að sameiginlegri framtíðarsýn fyrir Grindavík og móta forsendur næstu skrefa.

Markmið umræðuskjals Grindavíkurnefndar er að kalla fram sjónarmið Grindvíkinga og annarra hagaðila um þau lykilatriði sem skipta mestu fyrir næstu skref í endurreisn og framtíðarsýn bæjarins.

Sérstaklega er horft til þess hvernig sveitarstjórnarkosningarnar 2026 verði framkvæmdar þannig að niðurstaðan endurspegli raunverulegan vilja Grindvíkinga og tryggi bæjarfélaginu skýrt lýðræðislegt umboð. Ýmsar útfærslur hafa komið til skoðunar varðandi kosningarétt Grindvíkinga:

• að þeir sem voru skráðir með lögheimili í Grindavík við rýmingu bæjarins geti valið hvort þeir nýti atkvæðisrétt sinn í Grindavík eða í því sveitarfélagi sem viðkomandi er skráður í við útgáfu kjörskrár,

• að þeir sem eru skráðir með lögheimili í Grindavík við útgáfu kjörskrár geti kosið þar,

• að miða kjörskrá eingöngu við raunverulega búsetu í Grindavík.

Einnig er óskað eftir viðhorfum til þess hvernig samstarf ríkis og sveitarfélagsins geti best stutt við endurreisnarferlið og hvernig megi tryggja að raddir Grindvíkinga, óháð núverandi búsetu, hafi raunverulegt vægi í ákvarðanatöku um framtíð bæjarins. Loks er leitað eftir sjónarmiðum um aðkomu alþjóðlegra aðila til að veita ráðgjöf í endurreisnarferlinu.

Út frá ofangreindum áherslum eru settar fram fjórar spurningar sem kallað er eftir umræðu um:

1) Hvernig getum við best tryggt að rödd Grindvíkinga heyrist og hafi vægi í ákvarðanatöku um endurreisn og uppbyggingu í Grindavík?

2) Hvernig finnst þér réttast að útfæra kosningarétt Grindvíkinga (eingöngu skráð lögheimili, raunveruleg búseta, eða val fyrir þá sem áttu lögheimili 10. nóvember 2023)?

3) Með hvaða hætti mætti koma á skilvirkri samvinnu milli sveitarfélags og ríkis á næsta kjörtímabili þannig að hún stuðli að farsælli endurreisn og trausti samfélagsins?

4) Hvað finnst þér um að fá Alþjóðabankann eða aðra alþjóðlega aðila að borðinu með ráðgjöf varðandi endurreisn Grindavíkur og hvaða væntingar hefur þú til slíks samstarfs?

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

for@for.is