Til umsagnar
30.9.–24.10.2025
Í vinnslu
25.10.–2.11.2025
Samráði lokið
3.11.2025
Mál nr. S-190/2025
Birt: 30.9.2025
Fjöldi umsagna: 8
Drög að frumvarpi til laga
Heilbrigðisráðuneytið
Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta
Að loknu umsagnarferli í samráðsgátt fóru frumvarpsdrögin í frekari vinnslu í ráðuneytinu.
Heilbrigðisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga (takmörk á beitingu nauðungar).
Frumvarpið var lagt fram á 151. löggjafarþingi en náði ekki fram að ganga. Það var aftur lagt fram á 152. löggjafarþingi en var dregið til baka og hófst þá víðtækt samráð við hagsmunaaðila og hefur frumvarpið tekið töluverðum breytingum frá upphaflegri útgáfu. Frumvarpið var jafnframt lagt fram á 154. löggjafarþingi.
Frumvarpið var liður í viðbrögðum við athugasemdum sem umboðsmaður Alþingis gerði í kjölfar eftirlitsheimsókna á lokaðar deildir geðsviðs Landspítala árið 2018. Þá hafa alþjóðlegir eftirlitsaðilar ítrekað nauðsyn þess að settur verði skýr lagarammi um beitingu nauðungar.
Markmið frumvarpsins er að lögfesta meginregluna um bann við beitingu nauðungar í heilbrigðisþjónustu og móta lagaramma um það verklag sem skal viðhaft í heilbrigðisþjónustu þegar nauðsynlegt þykir að víkja frá þeirri meginreglu. Þá eru lögð til ný ákvæði sem skilgreina nauðung og fjarvöktun auk málsmeðferðarreglna sem fylgja þarf við og í kjölfar beitingar slíkra inngripa. Markmiðið er að lögfesta skýrar reglur með það fyrir augum að tryggja betur réttindi sjúklinga. Verði frumvarpið að lögum ber í heilbrigðisþjónustu að starfa samkvæmt þeirri meginreglu að beiting nauðungar sé óheimil nema brýna nauðsyn beri til og þá í samræmi við fyrirmæli laga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir ákveðnum sérreglum sem varða sjúklinga sem eru börn undir 18 ára aldri, til að tryggja hagsmuni þeirra og réttindi.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa stjórnsýslu
hrn@hrn.is