Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 26.9.–12.10.2025

2

Í vinnslu

  • 13.10.2025–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-184/2025

Birt: 26.9.2025

Fjöldi umsagna: 4

Drög að frumvarpi til laga

Dómsmálaráðuneytið

Almanna- og réttaröryggi

Drög að frumvarpi til laga um breytinga á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 (öryggisráðstafanir)

Málsefni

Kynnt eru drög frumvarps um breytingar á ákvæðum VII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 um öryggisráðstafanir.

Nánari upplýsingar

Á grundvelli áforma sem kynnt voru í sumar (mál S-141/2025)) eru hér kynnt drög frumvarps til breytinga á ákvæðum VII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Er frumvarpið lagt fram samhliða drögum að frumvarpi félagsmálaráðherra um framkvæmd öryggisráðstafana samkvæmt dómsúrlausn (mál S-177/2025).

Ákvæðin sem lagt er til að breyta með þessum drögum hafa að mestu staðið efnislega óbreytt frá setningu laganna eða í um 85 ár. Endurskoðun þessara ákvæða er orðin tímabær, einkum með tilliti til ríkjandi sjónarmiða um mannréttindavernd. Vegna krafna um skýra lagaheimild er með frumvarpinu leitast við að kveða skýrar á til hvaða öryggisráðstafana megi grípa þegar um er að ræða einstaklinga sem metnir eru ósakhæfir eða þannig ástatt um að refsing er ekki talin bera árangur. Sem og að gera ákvæði um áframhaldandi vistun í fangelsi eða öryggisráðstafanir skýrari, þegar tímabundin fangelsisrefsing dugar ekki til þess að vernda líf, heilsu eða frelsi annarra.

Með frumvarpinu er einnig leitast við að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru skv. Stjórnarskrá, mannréttindasáttmála Evrópu, eins og þær hafa verið túlkaðar og útfærðar í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu, auk annarra mannréttindaskuldbindinga.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa réttarfars

dmr@dmr.is