Til umsagnar
24.9.–8.10.2025
Í vinnslu
9.10.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-182/2025
Birt: 24.9.2025
Fjöldi umsagna: 194
Drög að frumvarpi til laga
Innviðaráðuneytið
Samgöngu- og fjarskiptamál
Innviðaráðuneyti kynnir drög að breytingum á lögum um fjarskipti, lögum um Fjarskiptastofu og lögum um fjölmiðla. (Aðgerðir gegn svikastarfsemi, vernd fjarskiptasæstrengja o.fl.)
Megintilefni þessa frumvarps er tvíþætt. Annars vegar að sporna við þeirri svikastarfsemi sem herjað hefur á landsmenn í formi tölvupósts og SMS skilaboða og hins vegar að skerpa á lagaákvæði um vernd fjarskiptasæstrengja í hafi til að auka öryggi fjarskipta til og frá landinu. Þá er einnig í frumvarpinu að finna ýmis ákvæði til breytinga á gildandi lögum sem að mati ráðuneytisins veru til bóta, s.s. sérstakt gjaldtökuákvæði fyrir úthlutun og afnot af fjarskiptatíðnum.
Í frumvarpsdrögum er lagt til að fjarskiptafyrirtækjunum verði heimilt að skima efni fjarskipta vélrænt án mannlegrar íhlutunar til að verja heildstæði fjarskiptaneta og fyrirbyggja svik í fjarskiptum, enda sé gerður áskilnaður um slíka vinnsluaðgerð í viðskiptasamningi við endanotendur. Hér er um heimildarákvæði að ræða til að vernda fólk og fyrirtæki gegn slíkri svikastarfsemi. Algengt er að þegar fólk fær svikaskilaboð eða svikatölvupóst, þá leiða skilaboðin viðkomandi á svikavefsíðu, t.d. sem líkir eftir vefsíðunni island.is eða vefsíðu fjármálafyrirtækis. Algengt að það taki langan tíma að loka á svikavefsíður, t.d. utan hefðbundins vinnutíma. Lagt er til að veita CERT-IS að halda úti lista og gera fjarskiptafyrirtækjum heimilt að loka á aðgang að slíkum svikavefsíðum hraðar en nú þekkist og lágmarka tjón ef svika SMS eða tölvupóstar komast í gegnum framangreinda skimun.
Þá er í frumvarpsdrögum einnig lagt til að skerpa á ákvæði um vernd fjarskiptasæstrengja er varðar helgunarsvæði m.t.t. flottrolla og botnfestinga sjókvía. Breytt heimsmynd hefur sett kastljósið á mikilvægi slíkra fjarskiptainnviða fyrir íslenskt samfélag og að mati ráðuneytisins er nauðsynlegt að tryggja betur öryggi slíkra innviða.
Áform um lagasetningu voru kynnt í Samráðsgátt stjórnvalda 19. júlí – 18. ágúst sl. og bárust 5 umsagnir. Lagt var mat á allar athugasemdir í umsögnum sem bárust.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa sveitarfélaga, stafrænna innviða og byggðamála
irn@irn.is