Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.9.–13.10.2025

2

Í vinnslu

  • 14.10.2025–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-180/2025

Birt: 22.9.2025

Fjöldi umsagna: 47

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011

Málsefni

Með frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á sveitarstjórnarlögum sem varða stjórnsýslu sveitarfélaga, íbúasamráð, frumkvæði ráðherra að sameiningum sveitarfélaga, samvinnu sveitarfélaga, fjármál og reikningsskil sveitarfélaga, starfshætti kjörinna fulltrúa og eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélaga.

Meginmarkmið lagabreytinganna er að styrkja stjórnsýslu sveitarfélaga og efla sveitarstjórnarstigið í heild sinni.

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á reglum sem gilda um fundi sveitarstjórna, málsmeðferð við töku ákvarðana um hæfi, rétt kjörinna fulltrúa til aðgangs að gögnum og framsal ráðningar- og fullnaðarafgreiðsluvalds til nefnda, ráða og starfsmanna sveitarfélaga. Markmiðið er að skýra og auka gagnsæi gildandi reglna um stjórnskipulag sveitarfélaga og auka traust á stjórnsýslu þeirra.

Lagt er til að lögfest verði ítarlegri ákvæði en nú gilda um stefnumörkun í fjármálum sveitarfélaga í því skyni að stefnumörkunin verði vandaðri, formfastari og til lengri tíma en tíðkast hefur. Þá er viðtekin og viðurkennd venja á ýmissi framkvæmd lögfest. Lagðar eru til ítarlegri reglur um samvinnu sveitarfélaga, til að skýra hlutverk, stjórnsýslu og ábyrgð mismunandi samstarfsforma og auka lýðræðislega aðkomu kjörinna fulltrúa.

Þá eru lagðar til breytingar á eftirliti ráðherra með sveitarfélögum til að tryggja aukið gagnsæi og skýrleika í málsmeðferð eftirlitsmála og styrkja lagastoðir eftirlitsins, t.d. með því að afmarka heimildir ráðherra með skýrari hætti en nú er gert.

Frumvarpið felur einnig í sér breytingar sem stefna að því að auka íbúalýðræði, stuðla að sjálfbærni sveitarfélaga m.a. með auknum áhrifum byggðalaga innan sveitarfélaga og meiri sveigjanleika við íbúasamráð í samræmi við staðbundnar þarfir.

Loks eru tillögur um að ráðherra skuli eiga frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga sem eru undir 250 nema sérstakar aðstæður mæla því í mót og að sameining verði lokið við sveitarstjórnarkosningar 2026.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (71)

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa sveitarfélaga, stafrænna innviða og byggðamála

irn@irn.is