Til umsagnar
19.9.–10.10.2025
Í vinnslu
11.10.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-176/2025
Birt: 19.9.2025
Fjöldi umsagna: 12
Drög að frumvarpi til laga
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið
Húsnæðis- og skipulagsmál
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið kynnir til samráðs drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar starfsemi Skipulagsstofnunar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Í frumvarpinu eru gerðar tillögur til breytinga á skipulagslögum og lögum um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun auk þess sem lagðar eru til breytingar á ákvæðum fleiri laga sem leiða af þeim breytingum. Lagt er til að starfsemi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Skipulagsstofnunar verði sameinuð þannig að verkefni Skipulagsstofnunar renni inn í Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og að heiti stofnunarinnar verði breytt í Húsnæðis-, mannvirkja- og skipulagsstofnun og að öll stjórnsýsla skipulagsmála og verkefni Skipulagsstofnunar verði á höndum stofnunarinnar.
Með sameiningu starfsemi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Skipulagsstofnunar verður allur ferillinn, frá skipulagi til fullbúins mannvirkis, á höndum einnar stofnunnar gagnvart sveitarfélögum, fasteignaeigendum og öðrum hagsmunaaðilum. Jafnframt er markmiðið að auka bolmagn hins opinbera á sviði skipulagsmála með samlegðaráhrifum af rekstri málaflokksins í stærri stofnun og samþættingu við aðra málaflokka á sama sviði. Þá er sameiningunni ætlað að mæta auknum kröfum um betri heildaryfirsýn yfir þróun byggðar, sjálfbæra landnotkun, húsnæðisþörf og nýtingu auðlinda.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa húsnæðis- og skipulagsmála
frn@frn.is