Til umsagnar
16.–30.9.2025
Í vinnslu
1.10.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-171/2025
Birt: 16.9.2025
Fjöldi umsagna: 1
Drög að frumvarpi til laga
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Markaðseftirlit og neytendamál
Áformað er að leiða í landslög þrjár reglugerðir Evrópusambandsins um varfærniskröfur til lánastofnana.
Áformað er að leiða í landsrétt reglugerð (ESB) 2024/1623, svonefnda CRR III-gerð, sem varðar banka og aðrar lánastofnanir. Veigamestu breytingar í gerðinni varða sennilega breytingar á kröfum til lánastofnana um eigið fé til að mæta útlána-, markaðs- og rekstraráhættu. Meginmarkmið hennar er að efla viðnámsþrótt lánastofnana með því að gera eiginfjárkröfur áhættunæmari þannig að þær endurspegli betur áhættu sem lánastofnanir standa frammi fyrir og treysta þannig fjármálastöðugleika. Einnig er áformað að innleiða framselda reglugerð (ESB) 2024/2795 sem frestar tilteknum breytingum samkvæmt CRR III á kröfum um eigið fé til að mæta markaðsáhættu til janúar 2026. Þá er áformað að innleiða reglugerð (ESB) 2025/1215 sem dregur úr kröfum til banka um hlutfall stöðugrar fjármögnunar vegna fjármögnunarviðskipta með verðbréf.
Frumvarp sama efnis var lagt fram á 156. löggjafarþingi (263. mál) sem hlaut ekki afgreiðslu, utan þess að í því frumvarpi var ekki gert ráð fyrir lögfestingu reglugerðar (ESB) 2025/1215 sem hafði ekki enn verið samþykkt þegar frumvarpið var lagt fram.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa fjármálamarkaðar
gunnlaugur.helgason@fjr.is