Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 12.–23.9.2025

2

Í vinnslu

  • 24.9.2025–

Samráði lokið

Mál nr. S-166/2025

Birt: 12.9.2025

Fjöldi umsagna: 17

Annað

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Drög að landsákvörðuðu framlagi Íslands 2035 til Parísarsamningsins

Málsefni

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs tillögu að uppfærðu landsákvörðuðu framlagi Íslands undir Parísarsamningnum. Markmiðið nær til ársins 2035.

Nánari upplýsingar

Á fimm ára fresti skulu aðildarríki Parísarsamningsins setja fram landsákvörðuð framlög (e. Nationally Determined Contribution – NDC) til 10 ára. Framlögin eru markmið ríkja um samdrátt og kolefnisbindingu.

Ráðherra setur í samráðsgátt tillögu að uppfærðu markmiði fyrir árið 2035 sem stefnt er að því að skila fyrir lok mánaðar til skrifstofu rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC).

Þetta verður í fyrsta skipti sem Ísland ákvarðar sitt eigið sjálfstæða losunarmarkmið undir Parísarsamningnum en fyrri markmið vísa einungis til markmiða í samstarfi Íslands við Evrópusambandið og Noreg.

Markmið Íslands er þríþætt og skiptist eftir bókhaldskerfum losunar (samfélagslosun, losun vegna landnotkunar, og losun innan viðskiptakerfis ESB). Sú tillaga að markmiði sem hér er kynnt felur í sér sjálfstæð töluleg markmið fyrir tvö af þremur bókhaldskerfum. Samsetning losunar Íslands er sérstök og er þáttur losunar frá aðilum innan ETS-kerfisins hlutfallslega miklu meiri en annars staðar og eins þáttur losunar vegna landnotkunar. Í þessari tillögu er í fyrsta skipti lagt til tölulegt markmið um samdrátt í losun vegna landnotkunar, sem verði 400-500 þúsund tonn fyrir 2035 miðað við árið í ár. Í öðru lagi er lagt til að setja markmið um 50-55% samdrátt í samfélagslosun árið 2035 miðað við 2005. Þá er útfært efnislegt markmið fyrir losun innan viðskiptakerfis ESB um föngun losunar frá iðnaði.

Markmiðin skulu skv. 4. gr. Parísarsamningsins sýna fram á framþróun í samdrætti í losun og endurspegla mesta mögulega metnað að gefnu tilliti til aðstæðna í hverju landi fyrir sig.

Ráðherra lét nýlega endurskoða og skýra landsákvarðaða framlagið fyrir 2030 sem er gott að hafa til hliðsjónar við rýni á tillögu að framlagi fyrir 2035. Í stað þess að vísa einungis til þátttöku Íslands í sameiginlegu heildarmarkmiði Evrópusambandsins og Noregs, tiltekur það nú á skýran hátt tölulegt markmið Íslands í samfélagslosun upp á 41% árið 2030 miðað við 2005 en það endurspeglar áætlaðar skuldbindingar Íslands í samstarfinu við Evrópusambandið.

Endurskoðað og skýrt 2030 framlag má finna undir skrá Loftslagssamningsins yfir landsákvörðuð framlög (e. NDC Registry) á eftirfarandi vefslóð: https://unfccc.int/sites/default/files/2025-09/Icelands%20NDC%202030%20-%20Revision.pdf

Spurningar fyrir samráð:

Finnst þér markmið Íslands 2035 nógu metnaðarfullt?

Ef ekki; hvað væri metnaðarfullt markmið að þínu mati?

Hvað finnst þér um framsetningu markmiðsins?

Finnst þér að ætti að fjalla nánar um einhver atriði í inngangstexta eða köflum skjalsins? (sjá heildarskjal á ensku undir fylgigögn.)

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (17)

Umsjónaraðili

Skrifstofa loftslags og náttúru

urn@urn.is