Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 12.–22.9.2025

2

Í vinnslu

  • 23.9.2025–

Samráði lokið

Mál nr. S-165/2025

Birt: 12.9.2025

Fjöldi umsagna: 5

Áform um lagasetningu

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Áform um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi

Málsefni

Fyrirhugað er að framlengja lög nr. 43/1999 um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi en lögin renna út um áramót.

Nánari upplýsingar

Lögð er áhersla á framlengingu endurgreiðslukerfisins til þriggja ára. Úttektir á íslenska endurgreiðslukerfinu undanfarin ár hafa gefið til kynna að einfaldleiki og skilvirkni kerfisins sé styrkleiki í alþjóðlegum samanburði. En reynslan af kerfinu og samanburður við önnur sambærileg kerfi gefi til kynna að tækifæri séu til úrbóta. Samtímis framlengingu kerfisins verður settur á laggirnar verkefnahópur sem mun hafa það hlutverk að greina enn frekar ýmis atriði laganna sem hafa komið fram við framkvæmd þeirra m.t.t. sambærilegrar kerfa erlendis. Gert er ráð fyrir að verkefnahópurinn skili drögum að frekari breytingum á lögunum vorið 2026.

Til að fyrirbyggja að rof myndist í umsóknum og framleiðslu kvikmyndaverkefna er því lagt til að framlengja endurgreiðslukerfið með fáeinum breytingum á þessu stigi en að frekari breytingar á endurgreiðslukerfinu fylgi í kjölfar tillagna verkefnahóps. Helstu breytingar sem lagðar eru til að þessu sinni eru:

1. Lagt er til að lögð verði sérstök áhersla á framleiðslu barnaefnis á íslensku. Barnaefni á undir högg að sækja þar sem það er dýrara í framleiðslu, fjármögnun þess erfiðari og dreifingarmöguleikar á íslensku leiknu barnaefni minni. Barnaefni á íslensku gegnir lykilhlutverki í menntun, þroska og sjálfsmynd barna. Framleiðsla barnaefnis er því mikilvæg í menningarlegu og samfélagslegu samhengi. Mat stendur yfir á þeim möguleika á að veita framleiðendum barnaefnis heimild til að sækja um 35% endurgreiðsluhlutfall framleiðslukostnaðar, án annarra skilyrða (lágmarksfjárhæð, fjölda starfsdaga og starfsmanna). Unnið er að kostnaðargreiningu og mati á tillögunni.

2. Lagt er til að skýrari viðmið verði sett um lágmarkstíma milli þess að vilyrðisumsókn berst og sótt er um útborgun endurgreiðslu, með hliðsjón af umfangi verkefna. Það hefur í för með sér aukinn fyrirsjáanleika í framkvæmd, betra eftirlit með verkefnum og betri dreifingu fjárhagslegra skuldbindinga ríkissjóðs. Því er lagt til að í verkefnum sem hafa áætlaða eða endanlega heildarendurgreiðslu yfir 300.000.000 kr. verði umsókn um útborgun, hvort sem um ræðir fulla endurgreiðslu eða endurgreiðslu að hluta, ekki heimil fyrr en í fyrsta lagi 18 mánuðum eftir að umsókn um vilyrði var lögð fram.

3. Lagt er til að sett verði skilyrði um að aðaltökutímabil verkefnis skuli hefjast innan 12 mánaða frá útgáfu vilyrðis um endurgreiðslu. Umsækjanda verði gert að tilkynna nefnd um endurgreiðslur hvenær tökur hefjast. Hafi slíkar tökur ekki hafist innan 12 mánaðafrá útgáfu vilyrðis, og ekki hafi borist rökstudd beiðni um framlengingu, fellur vilyrðið sjálfkrafa úr gildi

4. Skilgreina þarf með skýrari hætti hugtökin “heildarframleiðslukostnað” og “framleiðslukostnað m.t.t. kostnaðar sem fellur til innan EES”

5. Frumvarpinu er einnig ætlað að bregðast við athugasemdum frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sem fram komu við nýafstaðna úttekt á kerfinu.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (8)

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

skrifstofa menningar og skapandi greinar

mnh@mnh.is