Til umsagnar
10.–24.9.2025
Í vinnslu
25.–25.9.2025
Samráði lokið
26.9.2025
Mál nr. S-164/2025
Birt: 10.9.2025
Fjöldi umsagna: 18
Drög að frumvarpi til laga
Heilbrigðisráðuneytið
Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa
Samráði í Samráðsgátt um drög að frumvarpi er lokið. Heilbrigðisráðuneyti mun taka umsagnirnar sem bárust til skoðunar áður en frumvarpið verður lagt fram á Alþingi.
Heilbrigðisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um Heyrnar- og talmeinastöð.
Frumvarpið er unnið í heilbrigðisráðuneyti og byggir m.a. á tillögum starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í júlí 2024 um stefnumótun í heyrnarþjónustu sem lagði til að sett yrði á fót sérhæfð þverfagleg þjónustueining innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í stað Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands.
Starfshópurinn lagði til að hin nýja þjónustueining tæki að mestu leyti við núverandi verkefnum stofnunarinnar sem verði lögð niður samhliða brottfellingu laganna. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sinni grunnþjónustu og fræðslu en sérfræðiþjónusta fari að mestu fram á öðru stigi heilbrigðisþjónustu, þ.e. hjá sjálfstætt starfandi heyrnarfræðingum og framangreindri þjónustueiningu. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á þriðja stigs þjónustu sem veitt er á Landspítala sem áfram sinni nýburaskimunum, ígræðsluaðgerðum og öðrum heyrnarbætandi aðgerðum.
Markmið með að leggja til brottfall gildandi laga er að tryggja stjórnvöldum svigrúm til að skýra heildarskipulag heyrnar- og talmeinaþjónustu. Að tryggja heyrnalausum, heyrnaskertum, og einstaklingum með heyrnar- og talmein þjónustu á réttu þjónustustigi af viðeigandi sérfræðingum. Að tryggja góða og samfellda þjónustu, efla samvinnu fagfólks, stuðla að framþróun þjónustunnar og ná fram samlegðaráhrifum og hagkvæmni. Því markmiði verður ekki náð með því að gera breytingar á gildandi lögum og þarf því að fella lögin brott í heild sinni.
Áform um lagasetningu voru birt í Samráðsgáttinni, mál nr. S-93/2025, þann 27. maí sl., það var opið fyrir umsagnir til 10. júní sl.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa heilbrigðisþjónustu
hrn@hrn.is