Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 9.–23.9.2025

2

Í vinnslu

  • 24.9.2025–

Samráði lokið

Mál nr. S-163/2025

Birt: 9.9.2025

Fjöldi umsagna: 10

Annað

Atvinnuvegaráðuneytið

Landbúnaður

Fæðuöryggi á Íslandi. Staða og horfur - 2025

Málsefni

Um er að ræða samantekt um stöðu fæðuöryggis á Íslandi.

Nánari upplýsingar

Fyrr á þessu ári gerði atvinnuvegaráðuneytið samkomulag við fyrirtækið Nordic Insights (NI) um gerð samantektar um stöðu fæðuöryggis á Íslandi. Málefni fæðuöryggis heyra undir ráðuneytið og hafa ítrekað komið til umræðu, einkum á síðustu árum í ljósi vaxandi óvissu í alþjóðamálum, svo sem vegna heimsfaraldurs Covid-19, innrásar Rússa í Úkraínu og aukins ágreinings um viðskiptakjör í milliríkjaviðskiptum.

Á fyrri stigum hefur ráðuneytið falið Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) að vinna ýmis gögn um stöðu fæðuöryggis s.s. viðamikla skýrslu frá 2021, tillögur og greinargerð 2022 og skýrslu um neyðarbirgðir fyrir innlenda matvælaframleiðslu 2024. Þá hefur ráðuneytið tekið þátt í samstarfi ráðuneyta um neyðarbirgðir þar sem ítarleg skýrsla kom út 2022 og unnið hefur verið að frekari útfærslum hjá hverju þeirra fyrir sig síðan

Áðurnefnt samkomulag gekk út á að gera fremur einfalda samantekt þar sem hægt væri að sjá svipmynd af stöðu fæðuöryggis á hverjum tíma miðað við þrjá meginmælikvarða þ.e. stöðu alþjóðaviðskipta með matvæli og hráefni til matvælaframleiðslu, stöðu innlendrar framleiðslu og aðgengi heimila og einstaklinga að matvælum. NI vann verkefnið í samstarfi við rýnihóp sérfræðinga frá ráðuneytinu, Háskóla Íslands og LbhÍ sem yfirfóru gögnin með ítarlegum hætti.

Um er að ræða fyrstu útgáfu sem birtist nú á samráðsgátt. Gefinn er nú kostur á að koma á framfæri ábendingum um útgáfuna. Áhersla er lögð á að byggt sé að aðgengilegum gögnum. Við endanlega útgáfu mun samantektin verða birt á vef atvinnuvegaráðuneytisins.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa landgæða og dýraheilsu

atrn@atrn.is