Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.–22.9.2025

2

Í vinnslu

  • 23.9.2025–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-162/2025

Birt: 8.9.2025

Fjöldi umsagna: 7

Áform um lagasetningu

Dómsmálaráðuneytið

Almanna- og réttaröryggi

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008 og lögreglulaga, nr. 90/1996 (embætti ákæruvalds og lögreglu)

Málsefni

Áformað er að færa skipunarvald ráðherra þegar kemur að æðstu embættum ákæruvalds og lögreglu til forstöðumanna embætta sem framvegis munu skipa næstráðendur sína til 5 ára.

Nánari upplýsingar

Í ljósi reynslunnar og með hliðsjón af markmiðum ríkisstjórnarinnar um einföldun stjórnsýslu og hagræðingar leggur dómsmálaráðherra til að skipunartími vararíkissaksóknara og varahéraðssaksóknara verði fimm ár, í stað ótímabundinnar skipunar.

Ásamt því að skipa í embætti vararíkissaksóknara og varahéraðssaksóknara er ráðherra heimilt samkvæmt lögum að skipa í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra og aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum til fimm ára.

Lagt er til að ábyrgð á þeim skipunum sem hér um ræðir, þ.e. í embætti vararíkissaksóknara, varahéraðssaksóknara, aðstoðarríkislögreglustjóra og aðstoðarlögreglustjóra, verði færð frá ráðherra til forstöðumanna viðkomandi embætta. Það myndi hafa í för með sér að ríkissaksóknara yrði heimilt að skipa vararíkissaksóknara við embættið og með sama hætti yrði héraðssaksóknara heimilt að skipa varahéraðssaksóknara við sitt embætti.

Áfram yrði heimilt að skipa vararíkislögreglustjóra og aðstoðarlögreglustjóra hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, en sú skipun yrði á forræði viðkomandi lögreglustjóra í stað ráðherra ef breytingarnar ná fram að ganga.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa almanna- og réttaröryggis

dmr@dmr.is