Til umsagnar
5.–19.9.2025
Í vinnslu
20.9.–17.11.2025
Samráði lokið
18.11.2025
Mál nr. S-160/2025
Birt: 5.9.2025
Fjöldi umsagna: 34
Áform um lagasetningu
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfismál
Umsagnir um áformaskjalið verða teknar til skoðunar við vinnslu fyrirhugaðs frumvarps. Þegar það frumvarp liggur fyrir verður það sett í Samráðsgátt og kostur gefinn á athugasemdum.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs áform um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks og aukinnar skilvirkni með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum.
Samkvæmt fyrirhuguðum breytingum verður ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum færð frá heilbrigðiseftirliti til Umhverfis- og orkustofnunar og ábyrgð á eftirliti með matvælum færist frá heilbrigðiseftirliti til Matvælastofnunar. Þannig verða eftirlitsaðilar tveir í stað ellefu. Útgáfa starfsleyfa verður miðlæg og á vegum fyrrgreindra stofnana.
Markmið breytinganna er aukið samræmi eftirlits, einföldun og skilvirkni, en fyrir liggja greiningar og skýrslur sem sýna skort á samræmi, skýrri ábyrgð og yfirstjórn eftirlits. Þá liggur fyrir áminningarbréf frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) vegna eftirlits með matvælum. Áformaðar breytingar eru skýrt svar við framangreindum ábendingum.
Staðbundnum verkefnum heilbrigðiseftirlits verður fundinn staður innan stjórnsýslunnar í samráði við sveitarfélög. Þá er rétt að árétta að lagt er upp með að standa vörð um störfin á landsbyggðinni.
Sjá hér frétt um áformin, þar sem jafnframt er hlekkur á skýrslu stýrihóps; https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2025/09/02/Storfelld-einfoldun-regluverks-ur-ellefu-eftirlitsadilum-i-tvo/
Fyrirhugað frumvarp er unnið í samstarfi við atvinnuvegaráðuneytið.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa umhverfis og orku
urn@urn.is