Til umsagnar
4.–19.9.2025
Í vinnslu
20.9.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-159/2025
Birt: 4.9.2025
Fjöldi umsagna: 12
Áform um lagasetningu
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið
Vinnumarkaður og atvinnuleysi
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið kynnir til samráðs áform um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar.
Breytingar eru fyrirhugaðar á atvinnuleysistryggingakerfinu og er markmið þeirra að grípa fólk fyrr en áður og stuðla að aukinni virkni hjá þeim hópi sem er útsettur fyrir langtímaatvinnuleysi.
Gengið er út frá því að í fyrirhuguðu frumvarpi verði lagt til að hámarkslengd tímabils sem atvinnuleysistryggingar eru greiddar verði stytt um 12 mánuði þannig að heimilt verði að greiða atvinnuleysistryggingar í samtals 18 mánuði í stað 30 mánaða líkt og nú er samkvæmt gildandi lögum.
Þá verði lagt til að lágmarksskilyrði fyrir ávinnslu atvinnuleysistrygginga verði að viðkomandi atvinnuleitandi hafi starfað á innlendum vinnumarkaði í a.m.k. 12 mánuði á ávinnslutímabili, en samkvæmt gildandi lögum kann atvinnuleitandi að hafa áunnið sér hlutfallslegan rétt eftir að hafa starfað á innlendum vinnumarkaði í 3 mánuði.
Auk framangreindra atriða verði lagðar til tilteknar breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar sem ræddar voru á vettvangi samstarfshóps til heildarendurskoðunar laga um atvinnuleysistryggingar sem starfaði á árunum 2021-2023.
Sjá frétt um áformin á vef félags- og húsnæðismálaráðuneytisins, https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2025/09/04/Breyttu-fyrirkomulagi-vegna-atvinnuleysistrygginga-aetlad-ad-hvetja-folk-til-virkni/
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa vinnumarkaðar
frn@frn.is