Til umsagnar
4.–19.9.2025
Í vinnslu
20.9.–29.12.2025
Samráði lokið
30.12.2025
Mál nr. S-159/2025
Birt: 4.9.2025
Fjöldi umsagna: 12
Áform um lagasetningu
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið
Vinnumarkaður og atvinnuleysi
Áform um framlagningu frumvarpsins voru kynnt í Samráðsgátt stjórnvalda á vefnum Ísland.is frá og með 4. september 2025 og var veittur frestur til og með 19. september sama ár til að veita umsagnir um áformin. Alls bárust tólf umsagnir um áformin sem komu til skoðunar við lokavinnslu frumvarpsins. Drög að frumvarpinu voru kynnt í Samráðsgátt stjórnvalda 15. –29. október 2025 (mál nr. S-206/2025).
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið kynnir til samráðs áform um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar.
Breytingar eru fyrirhugaðar á atvinnuleysistryggingakerfinu og er markmið þeirra að grípa fólk fyrr en áður og stuðla að aukinni virkni hjá þeim hópi sem er útsettur fyrir langtímaatvinnuleysi.
Gengið er út frá því að í fyrirhuguðu frumvarpi verði lagt til að hámarkslengd tímabils sem atvinnuleysistryggingar eru greiddar verði stytt um 12 mánuði þannig að heimilt verði að greiða atvinnuleysistryggingar í samtals 18 mánuði í stað 30 mánaða líkt og nú er samkvæmt gildandi lögum.
Þá verði lagt til að lágmarksskilyrði fyrir ávinnslu atvinnuleysistrygginga verði að viðkomandi atvinnuleitandi hafi starfað á innlendum vinnumarkaði í a.m.k. 12 mánuði á ávinnslutímabili, en samkvæmt gildandi lögum kann atvinnuleitandi að hafa áunnið sér hlutfallslegan rétt eftir að hafa starfað á innlendum vinnumarkaði í 3 mánuði.
Auk framangreindra atriða verði lagðar til tilteknar breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar sem ræddar voru á vettvangi samstarfshóps til heildarendurskoðunar laga um atvinnuleysistryggingar sem starfaði á árunum 2021-2023.
Sjá frétt um áformin á vef félags- og húsnæðismálaráðuneytisins, https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2025/09/04/Breyttu-fyrirkomulagi-vegna-atvinnuleysistrygginga-aetlad-ad-hvetja-folk-til-virkni/
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa vinnumarkaðar
frn@frn.is