Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 1.–30.9.2025

2

Í vinnslu

  • 1.10.2025–

Samráði lokið

Mál nr. S-155/2025

Birt: 1.9.2025

Fjöldi umsagna: 18

Annað

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Drög að aðgerðalista aðlögunaráætlunar vegna áhrifa loftslagsbreytinga á Íslandi

Málsefni

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti kynnir til samráðs drög að aðgerðum í aðlögunaráætlun Íslands vegna loftslagsbreytinga. 

Nánari upplýsingar

Fyrsta aðlögunaráætlun Íslands vegna áhrifa loftslagsbreytinga hefur verið í undirbúningi undanfarin ár. Áætlunin mun samanstanda af samþykktu safni aðlögunaraðgerða fyrir tímabilið 2026-2030. Drög þessi, sem eru nú til kynningar í samráðsgátt, eru tillögur verkefnisstjórnar loftslagsaðgerða sbr. lög nr. 70/2012 um loftslagsmál og reglugerð nr. 786/2024, að aðgerðum í aðlögunaráætlun.

Verkefnisstjórn loftslagsaðgerða mun forgangsraða aðgerðunum frekar til innleiðingar á næstu árum, að teknu tilliti til umsagna í samráðsgátt stjórnvalda. Gert er ráð fyrir að kynna fyrstu og fullunna aðlögunaráætlun og innleiðingu hennar í samræmi við þá forgangsröðun fyrir lok árs 2025. Áætlunin verður birt á vefnum á https://www.co2.is/ og munu þá báðar lögbundnar loftslagsáætlanir stjórnvalda eiga heimilisfesti á þeirri síðu.

Liður í ferlinu við mótun aðlögunaráætlunar er að leggja þetta fyrsta safn aðgerða í samráðsgátt. Því fylgir samantekt á fyrstu útgáfu áhættu- og viðkvæmnimats sem skapar ramma utan um mótun og forgangsröðun aðgerða auk mælingu á árangri þeirra. Hluti af fyrstu útgáfu aðlögunaráætlunarinnar er áframhaldandi þróun áhættu- og viðkvæmnimats auk árangursmælikvarða fyrir aðlögunaraðgerðir. Litið er á frekari þróun áætlunarinnar sem langtímaverkefni.

Sumar aðgerðir á listanum eru í framkvæmd og þegar fjármagnaðar innan ramma fjárlaga. Aðrar kalla á frekari fjármögnun þegar útfærslu þeirra lýkur. Enn aðrar fela í sér ný verkefni sem þarf að tryggja fjármögnun fyrir á næstu árum. Forgangsröðun verkefnistjórnar, að samráði loknu, felur í sér að skýra áætlaðan kostnað fyrir hverja aðgerð.

Helstu spurningar fyrir samráð:

Telur þú að á listanum séu aðgerðir sem ættu að vera í sérstökum forgangi til frekari útfærslu og innleiðingar á næstu árum? Hvers vegna?

Finnst þér vanta aðgerðir eða sérstakar áherslur í áætluninni?

Finnst þér eitthvað við samantekt núverandi viðkvæmni- og áhættumats sem mætti bæta eða skýra og hvað er sérstaklega mikilvægt að skoða við áframhaldandi þróun ramma og samræmds verklags fyrir matið?

Ertu með einhverjar ábendingar sem gætu komið að gagni við frekari útfærslu aðgerðanna?

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (17)

Umsjónaraðili

Skrifstofa loftslags og náttúru

urn@urn.is