Til umsagnar
19.8.–12.11.2025
Í vinnslu
13.11.–4.12.2025
Samráði lokið
5.12.2025
Mál nr. S-150/2025
Birt: 19.8.2025
Fjöldi umsagna: 20
Annað
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfismál
Tillaga til þingsályktunar var lögð fram á Alþingi af settum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra 28 nóvember 2025. Innkomnar athugasemdir í samráðsferli gáfu ekki tilefni til breytinga á þeirri tillögu að flokka Hamarsvirkjun í biðflokk í stað verndarflokks,
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra sem staðgengill umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra kynnir til samráðs tillögu um flokkun Hamarsvirkjunar í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar.
Þann 10. mars 2025 skilaði verkefnisstjórn verndar- og orkunýtingaráætlunar tillögu að flokkun fimm nýrra virkjunarkosta. Um er að ræða virkjunarkostina Bolaöldu, Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun, Skúfnavatnavirkjun og Hamarsvirkjun. Í tillögunni er lagt til að Hamarsvirkjun verði flokkuð í verndarflokk.
Í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun, kemur fram að ráðherra taki tillögu verkefnisstjórnar til skoðunar og gangi frá tillögu um verndar- og orkunýtingaráætlun í samræmi við 3. gr. laganna. Ef lagðar eru til breytingar á tillögu verkefnisstjórnar skal leita umsagnar og kynna breytingarnar almenningi áður en tillagan er lögð fram á Alþingi.
Settur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að setja breytingu á tillögu verkefnisstjórnar í samráðferli, þess efnis að Hamarsvirkjun verði flokkuð í biðflokk áætlunarinnar. Ekki er lögð til breyting á tillögum verkefnisstjórnar á flokkun Bolaöldu, Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun og Skúfnavatnavirkjun. Gert er ráð fyrir að tillaga til þingsályktunar um breytingu á verndar- og orkunýtingaráætlun verði lögð fram á Alþingi á 157. löggjafarþingi haustið 2025.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa loftslags og náttúru
urn@urn.is