Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.–26.8.2025

2

Í vinnslu

  • 27.8.–8.9.2025

3

Samráði lokið

  • 9.9.2025

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-144/2025

Birt: 11.8.2025

Fjöldi umsagna: 77

Annað

Forsætisráðuneytið

Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Áform um atvinnustefnu Íslands til 2035

Niðurstöður

Forsætisráðuneytið fagnar þeim viðbrögðum sem áformin fengu og endurspeglast í þeim mörgu og vönduðu umsögnum sem bárust. Í umsögnunum koma fram margar gagnlegar ábendingar sem nýtast munu í áframhaldandi vinnu við mótun atvinnustefnunnar og aðgerða sem henni mun fylgja. Gert er ráð fyrir því að drög atvinnustefnu fyrir Ísland til 2035 verða birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda í október nk. Í kjölfarið munu stjórnvöld funda með lykilhagaðilum. Gert er ráð fyrir að atvinnustefna fari til samþykktar ríkisstjórnar á fyrsta ársfjórðungi 2026.

Málsefni

Forsætisáðuneytið kynnir áform um atvinnustefnu til 2035 sem lýsir því hvernig stjórnvöld vinna með atvinnulífinu að aukinni verðmætasköpun í jafnvægi við samfélag, umhverfi og innviði.

Nánari upplýsingar

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, frá 21. desember 2024, kemur fram að markmiðum sínum muni ríkisstjórnin m.a. ná með mótun atvinnustefnu sem stuðli að sjálfbærum vexti atvinnugreina, aukinni framleiðni og heilbrigðum vinnumarkaði.

Tilgangur vinnu að atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar er að móta stefnu, ásamt markmiðum og mælikvörðum, sem lýsir því hvernig stjórnvöld vilja vinna með atvinnulífinu og svarar því hvaðan hagvöxtur næstu ára skuli koma. Skilgreindar verða aðgerðir sem ríkistjórnin telur að ráðast þurfi í til að vinna að markmiðum stefnunnar.

Stefnumótunin verður leidd af forsætisráðuneytinu en verður unnin í víðtæku samráði. Fundað verður með helstu hagaðilum á meðan á stefnumótun stendur og samráðsgátt stjórnvalda verður nýtt til að eiga samráð um áform og drög að stefnu. Forsætisráðuneytið mun jafnframt standa fyrir opnum viðburði í september um áherslur atvinnustefnunnar.

Forsætisráðherra mun skipa óháð atvinnustefnuráð sem mun veita ráðherra, ráðherranefnd um efnahagsmál og ríkisstjórn ráðgjöf um mótun og framkvæmd stefnunnar.

Kallað er eftir endurgjöf um áform ríkisstjórnarinnar. Einnig er óskað eftir svörum við eftirfarandi spurningum:

1. Hver ættu helstu markmið og lykilmælikvarðar að vera varðandi þróun atvinnulífs næstu tíu ár?

2. Til hvaða aðgerða geta stjórnvöld gripið til að efla útflutning, fjölga vel launuðum störfum og auka framleiðni vinnuafls næstu tíu ár?

3. Hvaða útflutningsgreinar, þar sem framleiðni vinnuafls er há og loftslagsáhrif eru takmörkuð, geta vaxið mest á næstu tíu árum og náð árlegum útflutningi sem nemur tugum milljarða króna?

Svörum og endurgjöf má skila í gegnum samráðsgátt eða senda á for@for.is

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

for@for.is